Orð og tunga - 01.06.2008, Side 65
Laufey Leifsdóttir: íslensk oröabók í hálfa öld
55
þeim. Lýsingarorðið X væri þá vandlega skýrt, annað merkingarlega
skylt lýsingarorð fengi þá skýringu í átt við ,meira af X', ,minna af X',
o.s.frv.
2.3 Endurskoðun afmarkaðra orðhópa
Orðaforði, sem snýr að menningu og hefðbundnum starfsvettvangi
kvenna, sérstaklega heimilishaldi, hafði verið vanræktur í fyrri útgáf-
um íslenskrar orðabókar. Þar var mikið verk unnið fyrir þriðju útgáfu.
Meðal annars var markvisst unnið að orðtöku matarorða, orðaforða
um fatnað og snyrtivörur og Elsa E. Guðjónsson vann þrekvirki við
lagfæringar og skýringar orðaforða um hannyrðir og íslenskt hand-
verk. Nú má leita að meiki og maskara í orðabókinni og þar er meira að
segja að finna teikningu af snyrtiborði fyrir þá sem á þurfa að halda.
Einnig má finna orð eins og mangó, pasta og pitsu, bandabrók og ponsjó.
Það liggur í hlutarins eðli að almennur orðaforði af þessu tagi
breytist stöðugt. Hingað berast nýjungar af öllum gerðum, nýjar mat-
arhefðir, ný fatasnið, ný tíska og allthvaðeina. Þarna þurfa orðabóka-
höfundar sífellt að vera á tánum og á sviðum sem þessum er mest
hætta á gloppum. Telja má fullvíst að einhverjar flettur af þeim sem
bætt var í orðabókina við síðustu endurskoðun séu strax orðnar gam-
aldags og ótal orð hafa síðan bæst við daglegan orðaforða íslendinga.
Og hver veit nema bandabrækur verði alveg dottnar úr tísku eftir ára-
tug eða svo. Einhver ráð geta orðabókahöfundar þó haft. Regluleg
orðtaka skiptir máli, orðtíðniskrár gera sitt gagn og skýringarorða-
forði tvímálabóka er mjög gagnlegur.
2.4 Sérsvið
Nokkur sérsvið var farið sérstaklega yfir fyrir þriðju útgáfu en orða-
forði sérsviða bókarinnar hefur ávallt verið flokkaður og merktur sem
slíkur. Þar má nefna efnissvið eins og heimspeki og tónlist, tölvur, líf-
fræði og grasafræði. Önnur sérsvið var farið lauslegar yfir og enn önn-
ur látin bíða. Nánari útlistun á sérsviðum orðabókarinnar og yfirferð-
um á þeim má sjá í formála þriðju útgáfu.
Yfirferð orðaforða af þessu tagi er ýmsu háð, t.d. því hvort íðorða-
nefndir eru til, hvort þær hafi skilað af sér orðasöfnum, hvort sér-
fræðingar eru aðgengilegir og ekki síst er þetta háð fjármunum því