Orð og tunga - 01.06.2008, Blaðsíða 62
52
Orð og tunga
Orð og orðasambönd sem nú eru án merkis: lager, lúmskur, lunka,
lunkinn, passa upp á línurnar, í lukkunnar velstandi, vera við lýði
Sérmerkt fagorð: laktósi (líffr.), lensAensa (sjóm.), dekklest (sjóm.),
levkoj (grasafr.)
Orð sem fengu merkið „!?": fyrir löngu síðan, lána: fá/taka að láni,
þf. litlan (lítill), segja allt að létta (fyrir af), mér langar (fyrir mig)
Orð sem fengu merkið „óforml.": la-la, lifibrauð, lukkuriddari, lögga
Orð sem fengu merkið „gam.": lapparí, líðilegur, lysthafandi
Orð merkt fomt/úrelt: lauert, lukkusamur/lukkusamlegur, lumma
þvasi'), líkavel
Orð merkt „alþj.": legíó
Var það álit ritstjómar að nákvæmari leiðbeiningar, sem stæðu nær
málvitund flestra samtímamanna, væm betur til þess fallnar að skila
sér til notenda enda má örugglega halda því fram að ein ef ekki fleiri
kynslóðir notenda hafi ekki lengur á takteinum hvað sé ill danska og
hvers vegna þau orð hafi verið merkt með spurningarmerki. Flokk-
un af þessu tagi verður alltaf mjög háð mati ritstjórnar og þama næst
sjaldnast fullt samræmi. Flokkunin hlýtur að breytast milli útgáfna,
t.d. úreldist slangur hratt og það sem þykir óformlegt einn daginn
getur verið orðið venjulegt/daglegt mál eða ómarkað síðar. Ríkjandi
málstefna breytist, önnur útgáfa hafði til grundvallar málstefnu frá
um 1960. Og þá má spyrja sig hvað er ríkjandi málstefna. í þessari
útgáfu var þó farin sama leið og í fyrri útgáfum bókarinnar; að lok-
um réð persónulegt mat ritstjóra, þ.e. einn maður beitti sinni máltil-
finningu þegar á reyndi. Önnur leið væri að fá e.k. kosningu eða álit
nefndar.
2.2 Endurskoðun orðflokka
Fyrir þriðju útgáfu var mikil áhersla lögð á að fara vandlega yfir sagn-
orð bókarinnar. Kristín Bjamadóttir vann þar gríðarlegt verk en hún
fór yfir allar sagnir og setti þær upp eftir ákveðnu kerfi. Flverri sögn
er skipt upp í merkingarliði og þeim fylgja dæmi um fallstjóm sagn-
arinnar og rökliði eftir því sem við á. Svo koma miðmynd og lýsing-
arhættir ef þeir bregða í einhverju frá meginmerkingum sagnarinnar
og þar á eftir fylgja dæmi um notkun þeirra með ögnum. Þar er hvert
agnarsamband sett upp á formlegan hátt og dæmi um þau eftir því