Orð og tunga - 01.06.2008, Side 89
Baldur jónsson: Klambrar saga
79
með þessum viðlið. En úr því að sagt er „nokkrar ísklömbrur", má vel
skilja það svo, að „ísklömbrur" sé tölubeygð fleirtala fremur en tölu-
bundin. Hér er ekki átt við klemmitengur íssins, heldur einstaka ís-
jaka, enda tengir Björn þetta ekki við fleirtöluorðið klömbrur sem hann
hefir sem flettiorð á öðrum stað og segir að merki 'klemmitengur' og
'klungur'.33 Orðið klambra er þá nánast stytting á *ísklambra, sem engar
heimildir eru þó um (í eintölu).
Þetta orð, klambra 'Isstykke', kemst síðan áfram í orðabók Blön-
dals og þaðan í allar útgáfur íslenskrar orðabókar, skýrt með orðinu „ís-
stykki", sem er aðalmerkingin, og reyndar sú eina, í 1. útgáfu 1963.
Að öðru leyti er ekki vitað til þess að klambra sé haft um ísjaka eða
ísstykki. Það hefir einungis lifað sem eins konar afturganga í orðabók-
um í þessari merkingu.
Skammt er á milli merkinganna 'ísklemma' og 'ísjakar', enda er
klömbrin gerð úr ísjökum. Það sést vel í dæminu úr ísafold (1884:22):
„var honum kostur á að ... sneiða hjá þeim ísklömbrum, sem skipið
komst í". Líklegast er að orðið ísklömbrur hafi eitthvað verið notað um
daga Björns Halldórssonar, úr því að hann grípur til þess, og það hafi
verið haft um jakahröngl og erfiðan ís á skipaleiðum. Björn hefir þá
getað tengt orðið við ísjaka fremur en klemmu af þeirra völdum, og
þá er skiljanlegt að eintölumyndin klambra hafi leitað á.
Björn Halldórsson hefir sett stofn orðsins klambra í samband við
eitthvað frosið, ísjaka eða frosinn moldarköggul, eitthvað sem er
ótraust og lítið verður úr þegar þiðnar, og tengir þetta allt við merk-
inguna í sögninni klambra 'smíða óvandlega'.
4.2.2 Merkingin 'klípa'
í Fjallkonunni 1901 er eitt dæmi, svolítið varhugavert, þar sem klambra
er notað í merkingunni 'klípa': „Allir sjá í hverjum nauðum herra
Bjerre er staddur þar inni í klömbrunni milli helvítis-prestanna og
útskúfunarneitendanna" (Fjallkonan 14. febrúar 1901, 18. árg., 6. tbl.,
bls. 2). Þá merkingu hafði orðið klömbur, en þó einkum fleirtöluorðið
klömbrur, á síðari hluta 19. aldar, og eru mörg dæmi um það í söfnum
Orðabókar Háskólans.34 Lítið er því upp úr þessu eina dæmi leggj-
33Þýðingar Björns má sjá í 19. nmgr.
MSum dæmin eru í þágufalli, klömbrum eða klömbrunum, og sést þá ekki hvort nefni-
fallið á að vera klömbur, klömbrur (ft.) eða klcimbm.