Orð og tunga - 01.06.2008, Síða 64
54
Orð og tunga
Lýsingarorð í íslenskri orðabók eru erfið viðureignar og þar er víða
pottur brotinn. Einn helsti akkillesarhæll bókarinnar hefur lengi verið
hringskýringar hennar þar sem orð er skýrt með samheiti sínu, sam-
heitið er síðan skýrt með öðru samheiti og svo áfram en hvergi er að
finna eiginlega skýringu á neinu orðanna. Hringskýringamar er ekki
síst að finna í lýsingarorðum. Ekki var svigrúm til að lagfæra þetta
skipulega fyrir þriðju útgáfu. Sömuleiðis er nokkuð af uppflettiorðum
sem eru skýrð með orðum sem em ekki flettur. Sem dæmi má nefna að
til er lo.furóttur sem er skýrt með ,rásóttur' og rcísóttur er ekki fletta. Ef
til vill má segja sem svo að rdsóttur ,segi sig sjálft' en í svona bók eiga
skýringarorð að vera flettur, nema þá helst virkar samsetningar sem
þarfnast ekki skýringa. Annað dæmi má nefna um flettuna kvismáll,
kvismálugur sem er skýrt með ,kvissamur', kvissamur hefur skýringar-
orðin ,þvaðurgjarn, rógsamur' en hvorugt þeirra eru flettur. Veturliði
Óskarsson tók gott dæmi um hringskýringar nafnorða í ritdómi sín-
um um íslenska orðabók í 26. árgangi af íslensku máli. Þar skoðaði hann
nokkur orð um stórhríð og skýringar þeirra.
kafhríð 'blindbylur, sortahríð', blindbylur 'ofsabylur þannig
að ekki sér út úr augunum', moldbylur 'þreifandi bylur,
mikill, dimmur bylur' (og við preifandi er tekið dæmið
„þreifandi bylur moldbylur" (bls. 1828)), sortabylur 'blind-
bylur'. (Veturliði Óskarsson 2004:193)
Þarna má segja að stór hluti vandamálanna við skýringar lýsingarorð-
anna liggi. Þrjú skýringarorðanna vantaði sem uppflettiorð, þ.e. ofsa-
byl, ofsahríð og sortahríð. Þar að auki má spyrja af hverju skýringar orð-
anna séu ekki samræmdar á einhvem ákveðinn hátt, eins og Veturliði
bendir á, fyrst merking þeirra sé sú sama að því er best verður séð.
Einnig má af þessu dæmi lesa greinileg merki þess að bókin er unnin
á löngum tíma og lengst af án tölvutækra ráða því að með þeim hefði
verið nokkuð fljótgert að samræma skýringar og fullvissa sig um að
öll skýringarorð væru jafnframt uppflettiorð.
Lýsingarorðsflettumar em oft umfangsmiklar og þeim fylgja mörg
föst orðasambönd og fylgiorð af ýmsu tagi. Svo að þeim megi gera góð
skil þarf ígrundaða aðferðafræði við frágang skýringanna sjálfra og
formlega uppsetningu fastra orðasambanda. Þar má til dæmis hugsa
sér nokkurs konar stigveldi lýsingarorða þar sem valin em grunnlýs-
ingarorð sem eru vandlega skýrð og skýringar annarra unnar út frá