Orð og tunga - 01.06.2008, Side 23
Gottskálk Jensson: Ummyndanir klassískra orðasafna
13
svör við fyrirspurnum notandans og verða því líklega aldrei birtar aft-
ur með nákvæmlega sama hætti. Yfirborðið er hér allt. Hinar sjáanlegu
myndbirtingar á skjánum eða í útprentinu. Hvað gerist í raun inni í
vélinni þarf notandinn ekki að skilja nema að litlu leyti, ekki frekar
en lesandinn þarf að vita nokkuð um samsetningu þess pappírs eða
bleks sem myndar efnislegan veruleika prentaðrar blaðsíðu. Stafræna
spunavélin vefur umfram allt texta (lat. textus) í sinni eiginlegu merk-
ingu, það er að segja 'vefnað' eða 'vef' úr orðum.1
Á þeim síðum, sem fylgja hér á eftir, ætla ég að freista þess að sýna
með latnesk-íslensku dæmi hvers konar rannsóknir verða mögulegar
með samtengingu texta og orðasafna í gegnum greiningarvélar orð-
mynda í textunum. I framhaldi af því ræði ég fomt hugmyndaknippi
sem með sérkennilegum hætti upplýsir og auðveldar skilning á víð-
tækum kennilegum afleiðingum hinnar nýju tækni og loks mun ég
stuttlega velta vöngum yfir mögulegum verkefnum, einkum í tengsl-
um við latínuskrif eftir íslendinga og um íslenskt efni.
2 Líkamlegar ummyndanir ólíkamlegra orða
(dæmi: tímans tönn)
Flakki hins forngríska og latneska orðamassa, sem svo lítið breytist
sjálfur í þeim sífelldu ummyndunum klassískra orðasafna sem nú ber
fyrir augu í netvæddum upplýsingaveitum og þá á ég einkum við hin-
ar tvær stóru á sviði klassískra fræða, The Perseus Project, sem áður var
nefnd, og Thesaurus Linguae Graecae <www.stephanus.tlg.uci.edu>,
sem nánar mun kynnt síðar, ætla ég að freistast til þess að líkja við
flæking eilífra sálna á milli síbreytilegra líkama samkvæmt ævafomri
kenningu sem rómverska skáldið Publius Ovidius Naso, eða Óvíð
eins og hann heitir á dönsku umritaðri á íslensku, útlistaði í merku
kvæði.
I fimmtándu og síðustu bók söguljóðsins Metamorphoses (titilinn
mætti þýða á íslensku sem Ummyndanir eða Umformanir) leggur skáld-
ið langa ræðu í munn grísk-ítalska spekingnum Pýþagórasi (6. öld
f.o.t.) sem ætlað er að útskýra hverfulleika mynda og ásýnda heimsins,
að allt í veröldinni sé breytingum undirorpið, allir líkamar ummynd-
'Sjá t.d. DVD-disk Alison Marek, Text & Textile: An introduction to Wool Workingfor
Readers of Greek and Latin, 2004.