Orð og tunga - 01.06.2008, Qupperneq 74
64
Orð og tunga
Heimildir um notkun þessarar fleirtölubeygingar eru af skornum
skammti, en eitthvert lífsmark hefir verið með henni allt fram á 20. öld
(sjá Pál Bjamarson 1921-1923:277-278 og Margeir Jónsson 1924:17).
Eintölubeygingin er betur þekkt, einkum af bæjamafninu, en sem
samnafn hefir klömbur lifað í orðabókum síðan á 17. öld, og því bregð-
ur fyrir í ungum heimildum.4 Á síðustu öldum hefir smám saman
dregið úr notkun orðsins. Sem bæjarnafn fer það að breytast í lok
18. aldar, og samnafnið hefir átt í vök að verjast fyrir fleirtöluorðinu
klömbrur. Þetta skýrist smám saman hér á eftir.
2.2 Notkun og dæmi
Ur miðaldaritum er aðeins vitað um eitt dæmi um klömb(u)r sem sjálf-
stætt orð. í gömlu biblíuhandriti er þessi lýsing (Stjórn 512):
Sem þetta fregn Dauid konvngr. sendir hann i mot þeim
Joab með allmikinn her oc vel bvinn. Ammonite flvttv sinn
her af borginne oc settv sina fylking rætt við sialft borgar-
hliðit. Syri [v.l. Syrir] vorv annan veg a vQllinn með sina
fylking. enn Joab flytr sinn her ok finnr æigi fyrr enn hann
er kominn með allt sitt lið fram i klðmbrina miðia milli
þessa fylkinga.
Þama merkir klömbur nánast 'herkví', en það hefir ekki síst verið haft
um eins konar klemmitöng, það áhald sem á síðustu öldum nefnist
venjulega klömbrur (kv. ft.). Til marks um það er samsetta orðið klambr-
arveggr, sem við komum betur að síðar (sjá t.d. Kristján Eldjám 1953).
I færeysku er klombur haft um stóra tréklemmu eða þvingu sem notuð
var við bátasmíðar, og í nýnorsku er einnig til orðið klomber svipaðr-
ar merkingar (sjá Margeir Jónsson 1924:17 og ÁBIM, u. klömbur; sbr.
einnig þ. Klammer 'klemma'). Sjá mynd af klömbur á bls. 65.
Eftir 1400 er engin tiltæk heimild um samnafnið klömbur (í et.)
fyrr en í orðabók Guðmundar Andréssonar, Lexicon lslandicum (1. útg.
1683), þar sem merkingin er 'klemmitöng, fasthelda'.5
4Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er ekkert dæmi um samnafnið klömbur sem
sjálfstætt orð, aðeins eitt dæmi um bæjarnafnið. Sjá síðari hluta Klambrar sögu.
5Guðmundur vann að orðabók sinni á árunum 1650-1654 (sjá útg. 1999:ix). Und-
ir flettiorðinu Klaumbr er þessi þýðing: „Subscus, contorqvens comprimenda aut
tenenda". - Undir kleima má sjá orðin „klömbr / Subscudes", þar sem klömbr gæti