Orð og tunga - 01.06.2008, Qupperneq 95
Baldur Jónsson: Klambrar saga
85
5. tafla forliður viðliður
klömbur klambrar- 2
klömbrur klömbru- 6 -klömbrur 6
klambra klömbru- 2
Elsta orðið, klömbur, og yngsta orðið, klambra, eru minnst notuð, eins
og við mátti búast. Fleirtöluorðið klömbrur er algengast í samsetning-
um, bæði sem forliður og viðliður, og raunar hið eina þessara þriggja
orða sem kemur fyrir sem viðliður.
Alls hafa 10 samsetningar verið nefndar með eitthvert þessara orða
að forlið, og eru þær taldar upp á yfirlitinu hér á eftir. Tölur í svigum
segja til um aldur (útgáfuár) heimildar. Er þá miðað við elsta dæmi,
ef því er að skipta. Dæmum er raðað í aldursröð í hverjum lið. Hér er
eingöngu átt við samnöfn, en um ömefni verður fjallað í síðari hluta
Klambrar sögu.
klömbur: klambrarveggr (13. öld),47 klambrarhnaus (18. öld);
klömbrur: klömbrukjálki (1674), klömbruveggur (1780), klömbru-
hnaus (1854),48 klömbruborð (1920-1924), klömbru-
matur (um 1950), klömbrumunni (um 1950);
klambra: klömbrulag (1967), klömbrufleygur (2003).
Það er túlkunaratriði hvort orðin klömbrumatur og klömbrumunni telj-
ast dregin af klömbrur eða klambra. Hitt skiptir meira máli að þessi
klömbru-orð eru meðal yngstu samsetninganna. Flokkunin styðst við
kynningu orðanna hér á undan. Orðið klömbrulag merkir 'lag af
klömbmm', en er samt ekki myndað af fleirtöluorðinu klömbrur, held-
47Um dæmið klambraveggur (miðbik 19. aldar), sjá 2.3.1.
48Um afbrigðið klembruhnaus (1791) verður fjallað síðar. - Dæmi um klömbruhaus er
skv. netútgáfu OH að finna í Tímariti Máls og menningar 1982:167, en það er rangt. í
heimildinni stendur klömbrulmaus (ekki -haus). Dæmið er úr ritgerð eftir Peter Hall-
berg og er í tilvitnun úr bók Halldórs Laxness, / tiíninu heima. Þar stendur líka
klömbruhnaus (útg. 1975), bls. 213: „... nýnæmi að vera staddur f heimi sem samanstóð
af kubbum klömbruhnaus, öðru nafni rombu, strýtum keilum og öðru rúmfræðilegu
fígúruverki". Hallberg endurtekur orðið klömbruhnaus á bls. 168 í ritgerð sinni. Orðið
romba er óvenjulegt tökuorð, sbr. d. rombe 'tigull' (í stærðfr.). Um uppruna þess sjá
t.d. Nudansk ordbog. Engin íslensk orðabók hefir tekið upp flettiorðið romba, og engin
önnur heimild er um að það orð hafi verið annað nafn á klömbruhnaus. Óvíst er því
hvaðan Halldór Laxness hafði það að klömbruhnaus væri e.k. tigull eða samsíðungur.
Nær hefði verið að líkja saman sniddu og „rombu".