Orð og tunga - 01.06.2008, Síða 128
118
Orð og tunga
þýsku. Flettiorðin, merkingargreiningin og dæmin eru valin með sér-
stöku tilliti til markhópsins. Patrick Leroyer benti í sínu erindi aftur
á móti á notendahóp sem orðabókafræðingar hafa látið afskiptalaus-
an hingað til, túristana. A markaðnum er boðið upp á alls kyns af-
urðir sem Leroyer leit á sem rusl. Að mati hans vitna þessi verk um
„sproglig naivitet og videnskonventionalisme" og „en verden, hvor
den leksikografiske absurditet er fremherskende". Leroyer hélt því
fram að með því að beita orðabókafræðilegum kenningum og aðferð-
um væri hægt að vinna orðabækur og orðalista sem uppfylltu þarfir
ferðamanna á allt annan hátt en þau verk sem nú eru fyrir hendi. Segja
má að andstætt viðhorf hafi verið komið fram hjá Henrik Nikula. í
erindi sínu Valensinformation i ordböcker ur anvándarens synvinkel
sýndi hann fram á að notendasjónarmiðið samræmist kannski ekki
alltaf ströngmn kröfum málvísindamanna. Hann notaði málfræðilega
erfið atriði eins og falla- og forsetningasambönd sagnorða sem rök fyr-
ir máli sínu.
2.6 Orðabækur í vinnslu
Mörg erindin fjölluðu um orðabækur sem verið er að vinna að og
kenndi þar ýmissa grasa. Kynntar voru tví-, fjöl- og einmála orða-
bækur og bæði rafrænar bækur og prentaðar, litlar og stórar, fyrir
unga og aldna og á öllum stigum frá hugmynd og ráðleggingum til
orðabóka sem eru langt komnar í vinnslu. Nefna má þar stóra þýsk-
danska orðabók, þýsk-íslenska orðabók, sænsk-danska orðabók, hið
stóra íslensk-danska, -norska og -sænska orðabókarverkefni ISLEX,
jóska mállýskuorðabók og danska eyjamállýskuorðabók. Einnig var
kynnt ný dönsk réttritunarorðabók sem verið er að vinna að. Þótt
mikið bæri á nýnorskunni sem viðfangsefni norskra orðabókafræð-
inga var líka kynnt áætlun um rafræna orðabók um norskt bókmál,
verkefni sem Ruth Vatvedt Fjeld skýrði frá.
2.7 Orð og orðabækur í aldanna rás
Eins og á fyrri ráðstefnum voru hér kynnt nokkur verkefni sem snerta
orð eða orðabækur fyrri tíma. Mette Ekker og Christian-Emil Ore
sögðu í fyrirlestri sínum frá vinnu við Norron Metaordbok. Aðalvið-
fangsefnið hingað til er að tengja saman þær orðabækur sem til eru
um norrænt miðaldamál. Við það er notaður sami rammi og í Norsk