Orð og tunga - 01.06.2008, Síða 33
Gottskálk Jensson: Ummyndanir klassískra orðasafna
23
ið etymos merkir 'raunverulegur' eða 'sannur'. Afleidd og skyld orð
eru færð undir „sönn orð". Þótt gagnlegur sé var Kleyfsi aldrei frum-
leg smíð heldur þýddi Jón Árnason biskup í Skálholti latnesk-danska
orðabók sem kom út undir sama titli, Nucleus Latinitatis, í Kaup-
mannahöfn (fyrsta útgáfa sennilega 1712). Sú bók var til notkunar í
latínuskólum Danmerkur og Noregs og hafði aftast gagnlegt regist-
ur yfir dönsk orð. Verkið hefur verið eignað prófessor Hans Gram
við Hafnarháskóla en það er útgefið nafnlaust enda líklega þýtt úr
öðru verki þýsku eða frönsku. Hin etýmólógíska uppröðun flettiorða
í Nucleus Latinitatis, sem átti að kenna nemendum að hugsa í latnesk-
um stofnum og grunnorðum, var helsti ókostur bókarinnar í notkun.
Þess vegna var það afar vel til fundið af endurútgefendum bókarinnar
árið 1994 að taka saman 86 síðna einfalda skrá yfir latnesk orð (fjórir
dálkar á síðu) með blaðsíðutali. Allir venjulegir notendur Kleyfsa byrja
á því að leita í þessari skrá og fletta síðan upp á síðunni sem þar er
gefin upp. Hinn endurútgefna Nucleus Latinitatis hafa, eins og áður
sagði, íslenskir fræðimenn töluvert notað við þýðingar og rannsóknir
á íslenskum latínuritum.
6 Ummyndanir klassískra orðasafna á veraldar-
vefnum
En snúum nú aftur, í lokin, að klassík í rafrænum spuna. Skipulögð
beiting tölvutækninnar á klassísku málin hófst árið 1968 þegar David
Packard, annar af stofnendum stórfyrirtækisins Hewlett-Packard, hóf
með hjálp frumstæðrar reiknivélar í kjallara Harvard Science Cent-
er að framleiða orðstöðulykil fyrir öll orð sem koma fyrir hjá róm-
verska sagnfræðingnum Livius.8 Þessi orðstöðulykill og fleiri álíka
voru prentaðir og þótti hið gagnlegasta tæki við textarannsóknir. í
kjölfar þessarar tilraunar fylgdu þrjú frumherjaverkefni. Fyrsta og
kannski merkasta verkefnið hófst árið 1972. Þetta er Fjársjóður grískr-
ar tungu, betur þekktur undir sínu latneska heiti, Thesaurus Linguae
Grecae (TLG), sem frá upphafi var ætlað að verða stafrænt textasafn
yfir allar forngrískar bókmenntir. Aldarfjórðungi síðar hefur verkefn-
ið náð markmiði sínu, að koma öllum útgefnum grískum bókmennt-
8Samantekt þessi byggir á og endursegir á köflum Gregory Crane et al. 2007, bls.
4-9.