Orð og tunga - 01.06.2008, Blaðsíða 85

Orð og tunga - 01.06.2008, Blaðsíða 85
Baldur Jónsson: Klambrar saga 75 Fyrri merkinguna má ráða af dæmum RM frá síðari hluta 19. ald- ar: „hann geti svo komizt úr ísklömbrunum suður í sundið" (Skírnir 1879:151) og „var honum kostur á að ... sneiða hjá þeim ísklömbrum, sem skipið komst í" (ísafold 1884:22). í bæði skiptin er verið að tala um „ísklemmu", og það orð sést einmitt á prenti skömmu síðar.23 Þegar Bólu-Hjálmar yrkir um „klömbrur hafísa" í kvæði sínu „ísland" 1874, hefir hann haft þessa sömu myndlíkingu í huga, heljargreipar hafíss- ins.24 Elsta heimildin um ísklömbrur er orðabókarskýringar sr. Björns Halldórssonar frá 1791, en þar er fremur átt við ísjaka. Verður gerð nánari grein fyrir því í næsta kafla. 3.2.2 í forlið Athyglisvert er hvernig fleirtöluorðið klömbrur hagar sér sem forliður í samsetningum. I eignarfallssamsetningum ætti það að vera klambra-, en um það eru ekki örugg dæmi. Forliðurinn klambra- gæti auk þess verið ef. ft. af klömbur (kv.) eða klambra (kv.), en ekki eru heldur ör- ugg dæmi um slíkar samsetningar. Þar sem klambra- er forliður, oftast í örnefnum, virðist það vera < klambrar-, sbr. orðið klambraveggur sem nefnt var hér á undan (sjá 2.3.1). Breytingin -ar > -a er algeng í sam- settum orðum, eins og kunnugt er.23 Hins vegar eru nokkur dæmi um forliðinn klömbru-, sem fljótt á litið virðist vera ef. et. af klambra. En slíkar samsetningar, með klömbru-, eru miklu eldri en elstu dæmi þess að klambra sé notað (í eintölu) um klemmitöng. Þó sjást þær ekki fyrr en fleirtöluorðið klömbrur er komið til sögunnar. Elsta heimildin er Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar 1674 (AM 281 fol., bls. 140 (138)), þar sem „fánýtir klömbrukjálkar" eru taldir meðal eigna (sjá einnig Lúðvík Kristjánsson 1983:35). Samsetn- ingar sem þessi verða varla skýrðar nema sem myndanir af fleirtölu- orðinu klömbrur. Orðmyndunin virðist ekki formrétt, en slíkar sam- 23Dæmið er þannig í RM: „4. og 5. jan. 1895 var „Fram" í hinni voðalegustu ísklemmu" (Fjallkonan 1896:138). 24Erindið, sem raunar er alþekkt, er í heild þannig: „Sjá nú, hvað ég er beinaber, / brjóstin visin og fölar kinnar, / eldsteyptu lýsa hraunin hér / hörðum búsifjum ævi minnar. / Kóróna mín er kaldur snjár, / klömbrur hafísa mitt aðsetur, / þrautir mínar í þúsund ár / þekkir guð einn og talið getur" (Hjálmar Jónsson 1942:44j. “Um flökt á milli -ar og -a sjá t.d. Baldur Jónsson 1969 eða 2002:87-92.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.