Orð og tunga - 01.06.2008, Side 48

Orð og tunga - 01.06.2008, Side 48
38 Orð og tunga 3.3 Sjálfstæði orðasambanda í rafrænni orðabók er engin ástæða til að takmarka flettulistann við einyrtar flettur. Hann getur einnig rúmað fleiryrtar einingar, sérstak- lega þær sem standa sjálfstæðast gagnvart stökum flettiorðum og kalla á sína eigin lýsingu. Föst orðasambönd af því tagi geta raðast með ein- yrtum flettum og verið sýnileg innan allsherjarflettulista en þau þurfa einnig að vera aðgengileg með frjálsri orða- og strengjaleit. Málfræði- leg og merkingarleg flokkunaratriði koma hér ekki síður til greina en meðal stakra orða, svo að velja megi orðasambönd af tiltekinni form- gerð eða sækja sér orðafar sem tengist sérstöku merkingarsviði. Slík meðferð fastra orðasambanda hefur afgerandi áhrif á alla efn- isskipan orðabókarlýsingarinnar, brýtur hana upp í fleiri viðfangsein- ingar en tengir hana jafnframt saman í mun samfelldari heild. Og innri þættir lýsingarinnar geta líka verið hreyfanlegir og virkir í heildar- myndinni. Notkunarsambönd og bein notkunardæmi eru fyrirferðar- mikil í flestum meiri háttar orðabókum, þar sem þau vitna um notk- un og notkunareinkenni einstakra orða, hvort sem slík lýsing er að- alviðfangsefnið eða hún er samofin greinargerð um megineinkenni eins og merkingu orðanna. í almennum prentuðum orðabókum hafa laustengdari orðasambönd eins og orðastæður (e. collocations, d. kol- lokationer) yfirleitt fengið takmarkað rými, og orðabókarhöfundum hefur oft reynst erfitt að velja og hafna andspænis ríkulegu úrvali slíkra notkimarsambanda í heimildum. Það upplýsingagildi sem fólg- ið er í orðastæðum sem tiltækar eru í orðabókargrunninum skilar sér oft aðeins að litlu leyti í orðabókartextanum. 3.4 Orðasambönd vitna um merkingarvensl Með því að gera orðastæðum skil sem sjálfstæðu viðfangsefni í orða- bókarferlinu og láta þær mynda heildstætt safn með tengingum við þau orð sem þær eru myndaðar úr má fá þeim mun víðtækara hlut- verk en prentaðar orðabækur geta boðið. Það felst í því að láta orða- stæður leiða saman merkingarlega samstætt orðafar. í orðastæðusafni einstakra nafnorða má víðast greina svo og svo mikinn fjölda samheita meðal lýsingarorða sem með þeim standa, og það sama gildir um ein- stök lýsingarorð sem eiga sér nafnorð að fylgdarorðum. Undir nafn- orðinu andlit má t.d. greina samheitaklasa eins og útgrátinn, társtokk- inn, tárugur og festulegur, meitlaður, skarplegur, og lýsingarorðið Ijúfur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.