Orð og tunga - 01.06.2008, Blaðsíða 45

Orð og tunga - 01.06.2008, Blaðsíða 45
Jón Hilmar Jónsson: í áttina að samfelldri orðabók 35 ið dæmasafn vitnar um margvísleg merkingar- og notkunareinkenni orðanna. Inntaksskipaðar orðabækur búa líka við ákveðinn vanda að því er varðar flettimyndir og val þeirra. í mörgum algengum orðabókum af því tagi, einkum samheitaorðabókum, hefur flettulistinn sams konar yfirbragð og þegar um segðarskipaða orðabók er að ræða, flettunum er raðað í stafrófsröð og hvert flettiorð getur sameinað ólík merkingar- brigði. Flettiorðið er því ekki alltaf einræður lykill að tiltekinni merk- ingu orðsins, og notandanum er jafnvel ætlað að álykta af kunnáttu sinni við hvaða merkingarbrigði tiltekið samheiti á. Prentaðar sam- heitaorðabækur eru einnig í vanda gagnvart orðasamböndum sem samheiti eru tilgreind við. Notandinn verður að gera ráð fyrir að þeim sé skipað undir stök flettiorð á líkan hátt og í segðarskipaðri orðabók. Umgjörðin sem orðasamböndum er búin hefur vafalaust takmarkandi áhrif á aðild þeirra langt umfram það sem æskilegt væri. Ráðið til að rífa sig út úr þessu skjóli segðarskipaðra orðabóka hef- ur verið það að grípa til flokkunarkerfis eða flokkunarheita sem byggj- ast á merkingarlegum einkennum. Hugtakaorðabók Rogets, Roget's Thesaurus ofEnglish Words and Phrases, er klassískur fulltrúi fyrrnefndu aðferðarinnar, síðarnefndu aðferðina þekkja íslenskir orðabókanot- endur af orðabókinni Orðaheimi (Jón Hilmar Jónsson 2002). Hvor leið- in sem farin er verður að búa notendum í hendur stafrófsraðaða orða- skrá til fyrstu leitar, eins og orða- og orðasambandaskrár þessara tveggja orðabóka sýna. Eins og áður var tekið fram eiga inntaksskipaðar orðabækur sér óskýrari undirstöðu en hinar segðarskipuðu og það sama gildir um efnisleg mörk þeirra. í almennri segðarskipaðri skilgreiningaorðabók má takmarka flettiorðavalið með hliðsjón af ýmsum áþreifanlegum þáttum, skýringarþörf, tíðni í texta- eða heimildasafni, landfræðilegri og félagslegri útbreiðslu, aldri o.s.frv. í inntaksskipaðri orðabók, ekki síst samheitaorðabókum, er skýringarþörfin ekki mælikvarði heldur er dreginn að sá orðaforði sem skipa má í merkingarsamhengi við ein- stök orð eða stærri samstæður orða. Og gera má ráð fyrir að flettiorða- fjöldinn segi ekki mikið um umfangið því aðeins hluti orðaforðans kemur fram í því hlutverki. Þótt þessar tvær megintegundir gangi hvor sína leið, ef svo má segja, fást þær vitaskuld að miklu leyti við sama orðaforðann og sjá má ýmis merki þess að önnur njóti góðs af því sem hin hefur komið til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.