Orð og tunga - 01.06.2008, Qupperneq 17

Orð og tunga - 01.06.2008, Qupperneq 17
Ganti Kristmannsson: Þegar manni verður orða vant! 7 barnamyndir með ensku tali fyrir þá sem ekki þola íslensku talsetn- inguna. Enn sem fyrr eru kvikmyndir og sjónvarpsefni að mestu leyti á ensku, krafan um enskukunnáttu verður æ háværari, einkennileg áköll viðskiptalífsins eftir tvítyngi sýna gjörbreytt viðhorf sem eng- inn þorir orðið að mótmæla og í sumum deildum Háskóla íslands, eins og t.d. félagsvísindadeild, er hreinlega gerð sú krafa að doktors- ritgerð skuli vera á ensku „nema sérstök rök séu fyrir því að hafa hana á íslensku".4 Þessi lokun á umdæmi íslenskunnar er vafalaust gerð með það í huga að „vera með" í fræðasamfélagi nútímans utan íslands en vekur um leið spumingar um hvort ekki megi alveg eins mennta fólk erlendis og tryggja þannig betur samband þess við hið alþjóðlega fræðasamfélag. Þessi umdæmisflótti frá íslensku á sér einnig stað í stjómkerfinu; staðla, sem gilda hér á landi, þarf ekki að þýða nema að hluta.5 Þegar er farið að vísa til enskra texta í löggjöf um flugmál; þessir textar hafa réttargildi hér en eru ekki á íslensku. Þessi þrýstingur mun vaxa um- talsvert vegna þess að menn vilja síður greiða fyrir þjóðtungima það sem hún kostar og hún kostar miklu meira en orðabækur. En menn gleyma því þá hversu mikilvægar þjóðtungurnar eru í lýðræðisþróun Vesturlanda, svo mikilvægar að vel má halda því fram að án þeirra hefði hún sennilega ekki átt sér stað. Móðurmálsvæðing Vesturlanda varð til þess að miklu fleiri höfðu aðgang að upplýsing- um um það sem máli skipti því vegurinn til mennta varð styttri með því að verða einfaldlega læs á móðurmálinu fremur en erlendu máli; þannig hafði móðurmálsvæðingin vafalaust áhrif á menntun kvenna, alþýðu manna og annarra sem ekki höfðu átt þess kost að afla sér þekkingar á móðurmálinu. Birtingarmynd þessa sambands móður- máls og lýðræðis má sjá í samtímanum í túlkaklefum Evrópusam- bandsins þar sem sjálfsmynd hverrar þjóðar, sem tekur þar þátt, kem- 4Sams konar krafa kom fram hjá Orra Vésteinssyni, andmælanda við doktorsvörn Láru Magnúsardóttur í Hugvísindadeild í júní 2007, með þeim rökum að lesendur á íslensku væru fáir og einungis erlendir fræðimenn gætu haft áhuga á viðfangsefni úr sögu íslands á síðmiðöldum. Rök um fáa lesendur eiga reyndar við yfirgnæfandi meirihluta doktorsritgerða sem ritaðar eru og eins má halda því fram að umdæmið innan málsins verði aldrei til ef fræðin útiloka málið frá viðfangsefnum sínum. 5Ef þeir eru þýddir þá greiða þeir sem þurfa að nota þá sérstaklega fyrir. Flestir aðrir „íslenskir" staðlar eru síðan seldir á góðu verði á ensku. Sjá vefsíðu Staðlaráðs íslands: http://www.stadlar.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.