Orð og tunga - 01.06.2008, Blaðsíða 13
Gauti Kristmannsson: Þegar manni verður orða vant!
2 Móðurmálsvæðingin
3
Hin íyrsta er það sem ég hef á öðrum vettvangi nefnt móðurmáls-
hreyfingu Vesturlanda, eða þá móðurmálsvæðingu menningar og
mennta sem átti sér stað upp úr endurreisn og siðbreytingu og leiddi
til þess að móðurmál þjóða urðu einn af hornsteinum margra þjóðríkja
nútímans og merkisberi þjóðemishugmynda í mörgum tilvikum, t.d.
hér á landi.1 Þessi hreyfing leiddi m.a. til þess að rihm málfræði þjóð-
tungnanna hófst og þróaðist, menn tóku að yrkja á þessum málum
og rita fræðiefni síðar meir en síðast en ekki síst, einsmáls orðabókin
komst til fulls þroska í gegnum akademíur ítala og Frakka, orðabæk-
ur Johnsons og Grimm-bræðra og svo mætti lengi telja. Eins og Valerij
P. Berkov benti á í Orði og tungu 1998, þá em tvímála orðabækur eða
orðalistar í raun fmmgerð orðabóka. Þörfin fyrir þær hefur í raun
alltaf verið fyrir hendi eftir að Babelstuminn hrundi og það er ekki
fyrr en þjóðtungur Vesturlanda hafa fengið allvíðtækt notkunarsvið
að þörf fyrir einsmáls orðabækur á þeim málum verður til og reynd-
ar sýnist mér að oft séu þær, ekki ólíkt fyrstu málfræðiverkunum sem
byggð voru á latneskum fyrirmyndum, byggðar á tvímála orðalist-
um með latínu. Þannig rekur vefur Brittannicu t.d. þróun enskra orða-
bóka á sextándu og sautjándu öld. Það má því segja að þróun orða-
bókagerðar hafi endurspeglað þá málþróun sem átti sér stað og þær
menningarlegu forræðisbreytingar sem urðu þegar fornmálin, eink-
um latína, tóku að víkja fyrir þjóðtungunum. Þannig sjáum við hvern-
ig tvímála orðalistar þróast yfir í einsmáls orðabækur samhliða því
að til verða málfræðirit fyrir þjóðtungurnar, þjóðarbókmertntir og síð-
ast en ekki síst hefst kennsla í þjóðlegum greinum, eins og það heitir
nú til dags, við háskóla á Vesturlöndum.2 Ég hamra á þessu atriði með
„þýðingu" úr tvímála orðabókum síðmiðalda yfir í einsmáls orðabæk-
ur nýaldar vegna þess að mér sýnist þróunin að einhverju leyti hafa
snúist við og dæmið um það er einmitt hlífiskjöldurinn okkar góði.
’Ég rek þetta einkum í bókinni Literary Diplomacy I (2005:28-30) og í greininni
„Málar íslensk málstefna málið inn í horn?" (2004:43-45).
2Sbr. Literary Diplomacy I (2005:165-166).