Orð og tunga - 01.06.2008, Blaðsíða 72
62
Orð og tunga
Heimilda um samnöfnin hefir verið aflað úr orðabókum og ýms-
um ritum, einkum eftir tilvísunum úr söfnum Orðabókar Háskólans.
Heimildir um bæjamafnið em m.a. fombréf, jarðabækur og manntöl,
átthagarit, örnefnaskrár Örnefnastofnunar o.fl. Tiltækt dæmasafn er
óhjákvæmilega gloppótt og skylt að hafa fyrirvara á fullyrðingum og
ályktunum vegna þess.
Hið helsta sem áður hefir verið ritað um orðið klömbur, eða bæj-
amafnið sér í lagi, má finna í ritgerðum eftir Finn Jónsson 1911, Pál
Bjamarson 1921-1923, Hannes Þorsteinsson 1923, Margeir Jónsson
1924 og Kristján Eldjám 1953 (sjá heimildaskrá).
Þessi hluti Klambrar sögu skiptist í íjóra kafla milli inngangs og
lokaorða. Fyrst verður fjallað um orðið klömbur, síðan um fleirtöluorð-
ið klömbrur, sem seinna kom til sögu, og loks um orðið klambra sem af
því spratt í ýmsum merkingum. Hér em sem sé þrjú orð til meðferð-
ar: klömbur (kv.), klömbrur (kv. ft.) og klambra (kv.). Síðan verður gefið
yfirlit yfir notkun þessara þriggja orða í samsetningum. í lokaorðum
verða helstu efnisatriði dregin saman.
2 klömbur
Snúum okkur nú að kvenkynsorðinu klömbur, fyrst að beygingu þess
og síðan notkun, einnig í samsettum orðum.
2.1 Beyging
Um uppruna orðsins klömbur eða forsögu verður látið nægja að vísa
til orðsifjarita (sjá t.d. ÁBIM, einnig Margeir Jónsson 1924:16-18). Þetta
er upphaflega ö-stofn (klQtnbr < *klambrö) og hefir beygst eins og örrnur
orð í þeim flokki, t.d.fjgðr, kví, taug, vQmb. Eignarfallið var klambrar og
nefnifall fleirtölu klambrar. Breytingin úr q í ö (klQmbr > klömbr) á 13.
öld er einungis hljóðbreyting og hefir ekki áhrif á beyginguna. Forna
beygingin hefir verið sem hér segir:
1. tafla
eintala fleirtala
nf. klömbr klambrar
þf. klömbr klambrar
þg- klömbr klömbrum
ef. klambrar klambra