Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 10
2
• Vandamál vegna ofnýtingar. Landgræðslan og landnotendur þarfnast landupplýsinga
til að bregðast við vanda vegna ofbeitar, t.d. vegna hrossa. Nú er mjög dýrt að afla
slíkra upplýsinga.
• Binding kolefnis með landgræðslu og skógrækt. Liklegt er að landgræðsla og skóg-
rækt verði viðurkenndar leiðir til að vega upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda og
þannig fáist verulegar Qárhæðir til landbótastarfs. Þar er lögð mjög rík áhersla á
traustar landupplýsingar og skipulagt mat á árangri starfsins.
• Skipulagsmál. Landnotendur eru í æ ríkari mæli skipulagsskyldir, t.d. vegna annarra
nytja en hefðbundinna (sumarhús o.fl.). Skipulag er ætíð gert á grunni landupplýs-
inga.
• Hagfræðiþættir. Tenging hagrænna þátta og landkosta verður er á líður æ mikilvæg-
ara stjórnmálalegt og hagrænt stjómtæki, m.a. til að sanna að búskapur sé stundaður í
sátt við landið og til að efla og stýra byggðaþróun.
• Forsvarsmenn búgreina leggja nú aukna áhersiu á gæðastýringu. Landupplýsingar
eru forsendur fyrir gæðastýringu í sauðfjárrækt og hrossarækt.
AÐFERÐIR
Miðað er við að verkefnið taki til heimalanda bújarða, en ekki afréttarlands. Ekki verður lögð
áhersla á mikla nákvæmni í landmælingum, því þá rý'kur kostnaður við verkið upp úr öllu
valdi. Mælikvarðinn verður misjafn eftir þörfum hverrar jarðar.
Til þess að ná þeim árangri að ljúka vinnunni á tilsettum tíma er nauðsynlegt að vinna á
markvissan hátt. Því verður verkefnið haft eins einfalt í sniðum og hægt er, enda þótt í sunium
tilfellum kunni að virðast skynsamlegt að vinna samhliða að annarri tegund kortlagningar.
Gögnin sem fást úr þessari vinnu verða aftur á móti kjörin til kortlagningar og upplýsinga-
öflunar af öðru tagi, t.d. í jarðfræði, við gerð gróðurkorta, staðfræðikorta og ömefnakorta og
til ýmiss konar náttúrufræðirannsókna og skipulagsstarfs.
Aðferðirnar eru byggðar á nokkrum meginatriðum.
• Myndrænn grunnur af landinu. Miðað er við að nota stafrænar gervilinattamyndir
með upplausn alit að 1:4000 (einstakar byggingar sjást vel). Stalfæn úrvinnsla þess-
ara gagna með tölvutækni gerir það að verkum að unnt er að kortleggja landið að
stórum hluta án vinnu á vettvangi. Nú er verið að koma þessum gervihnöttum á loft
og myndir úr þeim koma á almennan markað á næstu 2-3 ámm. Unnið verður með
loftmyndir og grófari gervihnattamyndir í byrjun.
• Stafræn landupplýsingakerfi (GIS). Þau gera það að verkum að hægt er á hagkvæman
hátt að geyma og vinna með gífurlegt magn landupplýsinga. Auðvelt er að vinna
gögn eftir þörfum hvers og eins og búa til fjölbreytileg kort og myndir.
• Einföld floklmn landsins. Landið verður flokkað upp í tiltölulega einfalda megin-
flokka með tilliti til gróðurfars, landgerða og fleiri þátta.
• Vinna á vettvangi. Farið verður með fmmgerð korta (unnin í tölvu) á vettvang og
jarðarkort fullunnið í samvinnu við viðkomandi landeigendur. Kannaðir verða mögu-
leikar á því að nemendur bændaskólanna geti kornið að þeirri vimiu.
• Þróun landupplýsingakerfis landbúnaðarins. Unnið verður að gerð miðlægs gagna-
grunns þar sem öllum hinum landfræðilegum upplýsingum verður safnað saman, sem
og öðrum upplýsingum er lúta að nýtingu, búþáttum, hagfræði og landgræðslu, eftir
því sem unnt verður. Aðgengi í gmnninn verður í samræmi við gildandi lög. Lögð
verður áhersla á að gagnabankinn geymi upplýsingar um uppruna gagna sem iögð
eru til grundvallar, t.d. heimildir um landamerki.