Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 285
277
landi eru afréttir víðast hvar í slæmu ástandi og heyrir afréttabeit ltrossa þar sögunni til. Þeim
er einvörðungu beitt í láglendishaga í heimalöndum, enda er þar meira landrými en norðan-
lands.
1. tafla. Fjöldi og skipting stöðva eftir svæðum og gróðurlendum.
Öll svæöi Skagafjörður Húnavatns- sýslur Eyjafjörður og Suður-Þing. Árnessýsla og Rangárvallas.
Mýrlendi 47 17 9 4 17
Graslendi 34 8 3 15 8
Mólendi 19 8 7 3 3
Samtals 100 31 19 22 28
í Skagafirði voru stöðvar settar niður í Viðvíkursveit, Hjaltadal, Kolbeinsdal, Akralireppi,
Silfrastaðaafrétt, Lýtingsstaðalrreppi og Seyluhreppi. Flestar eru stöðvamar í afrétt eða á öðru
sameiginlegu beitilandi, en um þriðjungur þeirra í heimalöndum. í Skagafírði eru þær stöðvar
sem eru í mestri hæð yfir sjó, en þær eru í Silfrastaðaafrétt (2. mynd).
I Húnavatnssýslum voru stöðvar settar niður í Langadal, Torfalækjarhreppi, Sauðadal,
Víðidalstunguheiði, Miðfírði og Arnarvatnsheiði. Um helmingur stöðvanna er í afréttum eða
sameiginlegu beitilandi.
Við EyjaQörð voru stöðvar settar niður á svæðinu frá Möðruvöllum í Hörgárdal suður í
Djúpadal og Hleiðargarðsfjall að vestanverðu, og frá Leirdalsheiði í Grýtubakkahreppi suður í
Mjaðmárdal að austanverðu. í flestum tilvikum er þar um óskipt beitiland nokkurra jarða að
ræða, ofan fjallsgirðinga eða fram á dölum. Stöðvarnar í Eyjafirði eru því nær allar í meir en
100 m hæð yfír sjó og sumar í 300^100 metra hæð (2. mynd).
Á Suðurlandi voru stöðvar settar niður í Þingvallasveit, Ölfusi, Flóa, Skeiðum, Gnúp-
verjahreppi, Hrunamannahreppi og Laugardal í Árnessýslu og á Landi, Holtum, Rangár-
völlum og Landeyjum í Rangárvallasýslu. Stöðvarnar eru langflestar í heimalöndum ein-
stalrrar jarða og liggja allar í innan við 150 m hæð yfir sjó (2. mynd).
AÐFERÐIR
Mœlingar í högum
Á hverjum stað var valið svæði sem talið var nokkuð dæmigert fyrir hagann. Þar var stöðinni
kornið fyrir með því leggja út 30 m langa línu. Þrír merkihælar voru relcnir niður við enda lín-
unnar og á henni rniðri og var GPS-tæki síðan notað til að skrá staðsetningu stöðvarinnar. Það
ætti aö tryggja að hægt verði að finna stöðvarnar að nýju og endurtaka mælingar á sama stað
þegar þurfa þylcir.
Á hverri stöð var ástand lands metið samkvæmt ástandsflokkun fyrir hrossahaga. Ljós-
myndir voru teknar af stöðinni og síðan skráðar almennar upplýsingar um ríkjandi gróður,
landgerð, halla, jarðveg og landnýtingu. Nákvæmari mælingar fóru þannig fram að lagður var
niður rammi (50x50 cm) í 10 punktum út eftir línunni. í rammanum voru plöntur greindar til
tegunda og þekja þeirra og rofdíla metin. Ennffemur var svarðhæð mæld, beitarummerki
skráð og gróður klipptur til ákvörðunar á uppskeru. Á hverri stöð var einnig mæld þykkt jarð-
vegs og sýni tekin til mælinga á sýrustigi, kolefni og köfnunarefni.
Urvinnsla og geró gagnagrunns
Til að halda utan um allar þær upplýsingar sem fást í verkefninu hefur verið byggður upp