Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 84
76
I 4. töflu má sjá að framleiðslukostnaður á íslensku byggi er mun hærri en innflutnings-
verð (cif) á því byggi sem flutt er til landsins. Þar með er ekki sagt að íslensk byggrækt sé
óhagkvæm fyrir íslenska bændur, því þegar kostnaður, heildsala, álagning (50%) og
flutningskostnaður hefur verið lagður ofan á innflutningsverð erlenda byggsins horftr málið
öðruvísi við. Þegar reiknað kostnaðarverð innlends korns er borið saman við söluverð inn-
flutts korns reynist íslenskt votverkað bygg vera um 12,8% ódýrara en innflutta byggið, að
teknu tilliti til álagningar og flutningskostnaðar. Þurrkaða íslenska kornið er hins vegar 9,5%
dýrara en það innflutta miðað við að hvoru tveggja sé komið heim til bóndans.
HAGKVÆMNIMORK KORNRÆKTAR
í 5. töflu er sýndur framleiðslukostnaður á kg
af korni í samanburði við mismunandi magn
uppskeru. Á árinu 1997 var uppskera í korn-
ræktartilraunum Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins [á sex stöðum á landinu] allt frá 3
tonnum á ha upp í rúmlega 4,8 tonn á ha. Þeir
sem minnstu uppskeruna höfðu voru þannig
með um 60% hærri framieiðslukostnað á kíló
af votverkuðu korni miðað við þá sem mest
uppskerumagn höfðu, þ.e. 20,53 kr/kg
samanborið við 12,83 kr/kg. Hagkvæmni
votverkaðs korns greinist jákvæð þegar upp-
skera nær 3.050 kg/ha. Flestir kornræktendur
ná uppskerumagni sem er yfir þeim mörkum
(uppskera til nytja, þ.e. sú uppskera sem
kemur af akri). Tap við verkun, geymslu,
völsun og gjöf getur raskað þeim tölum sem
menn horfa oftast á, þ.e. brúttó uppskerutölur
úr tilraunum. Ef þurrka á kornið
þarf uppskeran hins vegar að ná
um 3.800 kg/ha. Á 2. mynd er
sýnt á myndrænan hátt hvar
hagkvæmnimörkin liggja að
meðaltali í íslenskri kornrækt.
Breyt il egar forsendur
Margar forsendur, aðrar en upp-
skerumagn, sem lagðar eru til
grundvallar við áður gerða
kostnaðargreiningu eru í raun
breytilegar, bæði hvað varðar
einstaka bændur og eins á rnilli
ræktunartímabila. Til glöggv-
unar verður hér á eftir gerð
grein fyrir helstu breytilegum
forsendum.
Jaróvegsgeró skiptir máli
þar sem mismunandi áburðar-
5. tafla. Kostnaður á kg af komi eftir magni uppskeru.
Uppskera kg/ha íslenskt votverkað íslenskt þurrkað Innflutt bygg
1.800 34,22 43,01 20,20
2.000 30,80 38,71 20,20
2.200 28,00 35,19 20,20
2.400 25,67 32,26 20,20
2.600 23,69 29,78 20,20
2.800 22,00 27,65 20,20
3.000 20,53 25,81 20,20
3.200 19,25 24,19 20,20
3.400 18,12 22,77 20,20
3.600 17,11 21,51 20,20
3.800 16,21 20,37 20,20
4.000 15,40 19,36 20,20
4.200 14,67 18,43 20,20
4.400 14,00 17,60 20,20
4.600 13,39 16,83 20,20
4.800 12,83 16,13 20,20
5.000 12,32 15,48 20,20
Hagkvæmnismörk kornræktar
45,00
2. mynd. Hagkvæmnismörk kornræktar á ísiandi.