Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 191
183
Á þessum árum hefur kornræktin rutt sér tii rúms með þeim afleiðingum að tún eru
endurræktuð í meira mæli. Það leiðir til aukinnar grænfóðurræktunar.
FóðurmergkáL vetrarrepja og vetrarrýgresi eru tegundimar sem voru prófaðar. Stóru
stykki var skipt upp í þrjá jafna hluta, 2,2 ha hver. Um er að ræða seinþroska tegundir þar sem
meltanleikinn fellur hægar en í þeim snemmþroska auk þess sem tegundir af grasaætt ná
sjaldnar að skríða áður en þær eru nýttar. Heppilegur nýtingartími þessara tegunda þar sem
uppskerumagn og gæði fara saman er misjafn, rýgresið og repjan teljast frá 80 dögum upp í
120-150 daga en mergkálið oft á tíðum seinna, 120-150 vaxtardagar<6,7). Að því gefnu var
leitast við að sá mergkálinu nokkuð á undan hinum tegundunum. í 1. töflu er sýnt yfirlit yfír
sáðtíma, sáðmagn, uppskeru og efnainnihald þessara grænfóðurgerða.
1. tafla. Yfírlit yfir grænfóður notað í tilraun.
Gerö Sáðtími Sáðmagn Áb.a) Vaxtar-Uppskera Efnainnihald í kg þe.
grænf. tími kg/ha kg/ha dagar kg þe./ha FEm/ha Melt. Fem Prót.% AAT PBV
V.rýgresi 14.06. 40 730Gr5 98 3320 3220 82 0,98 18,09 81 41
V.repja 14.06. 10 830Gr5 98 6878 6712 81 0,97 16,96 83 27
F.mergkál 27.05. 7 830Gr5 116 6645 6615 81 0,98 14,03 81 2
a) Auk þess var Magni 1 borinn á allt grænfóðrið miðsumars, 193 kg/ha.
Ekki mældist marktækur munur á meltanleika og þar með orkuinnihaldi. Mælingamar eru
framkvæmdar á áður uppgefnu hentugu vaxtartímabili þar sem gæði og magn fara saman (80-
117 vaxtardagar rýgresis og repju), þó örlítið sé það í fyrri kantinum fyrir mergkálið (98-135
vaxtardagar). Hrápróteinmagnið er hæst í rýgresinu og lægst í mergkálinu. PBV gildið er í
samræmi við það og AAT magnið er svipað milli fóðurgerðanna. Bak við uppskeru-
mælingarnar liggja meðaltöl fyrir hverja viku þær sex vikur sem mælingar stóðu yfir. Bak við
hvert vikumeðaltal liggja þrjár til sex uppskerumælingar, dreifðar á vikuna. Benda má á að
tölurnar fyrir repjuna og kálið eru að einhverju leyti ofáætlaðar, a.m.k. er magnið töluvert yfir
uppskeruvæntingunum. Ástæðan er sú að sláttuprikaðferð var notuð sem hentar illa við kál
vegna gisins svarðar. Sláttureitaaðferð hefði hentað betur við þessar aðstæður. Reynt var að
leiðrétta fyrir aðferðinni með því að bæta tæpri stöngulbreidd við sláttuskárabreiddina því
stönglar sem sláttutækið rakst utan í voru teloiir með. Sláttuprikaaðferðin hentar vel við
rýgresið og er engin ástæða til að ætla annað en uppskerumagn þess sé nokkuð rétt. Það nær
þó ekki 4000 kg þe./ha. Uppskera rýgresis úr fyrri tilraunum á Stóra Ármóti var 3500 lcg
þe./ha. Uppskera repju úr sömu tilraun var 2500 kg þe./ha sem er margfalt lægra en nú(2).
Á 2. mynd er sýnt ferlið hvað varðar uppskeru og efnainnihald sex vikur frá 2. september
þegar mælingar hófust til 9. október þegar tilrauninni lauk.
Meltanleikimr og þar með orkuinnihaldið virðist halda sér yfir tímabilið hjá öllum
gerðunum. Hrápróteinmagnið minnkar eftir því sem á líður og sama gildir um flest steinefnin.
Að jafnaði eylcst uppskeran, einkum er það áberandi í káltegundunum. Þrisvar á tímabilinu
var hlutfall stönguls og blaða metið; 20.9., 30.9. og 9.10. að 108, 118 og 127 vaxtardögum
liðnum í mergkálinu og 98, 108 og 115 vaxtardögum liðnum í repjunni. Hlutfall blaða er
meira í repjunni í upphafi, fellur hraðar við aðra mælingu í samanburði við fóðurmergkálið og
heldur sig á því róli við þriðju mælingu í báðum gerðum. Þetta er í samræmi við vaxtarferil
piantnanna þar sem blaðmassinn er meiri fyrst en þróast síðan yfir í aukinn stöngulvöxt á hlut
blaðvaxtar þegar líða tekur á. Lagt var mat á hvort eitthvað væri um skrið í rýgresinu þessa
sömu daga að 98, 108 og 115 vaxtardögum loknum. Um það bil 1% þess var skriðið fyrst,
síðan 3% og í lokin um 5%.