Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 248
240
RÁÖUNfiUTflFUNDUR 1999
Helstu aðferðir við gerð bóluefnis
Guðmundur Pétursson
Tilraunastöd Háskóla Islands i meinafrœdi aö Keldum
Langt er síðan menn tóku eftir því að þeir sem lifðu af tiltekna smitsjúkdóma voru ónæmir
fyrir þeim í síðari faröldrum sama sjúkdóms. Upphafsmaður bólusetninga er enski sveita-
læknirinn Edward Jenner, en mjaltakona hafði sagt honum að hún væri ónæm fyrir bólusótt
vegna þess að hún hefði einu sinni sýkst af kúabólu. Jenner setti ungum dreng kúabólu og
sýndi síðar með beinni sýkingartilraun að drengurinn var ónæmur fyrir stóru bólu. Aðferð
Jenners var nefnd „vaccination“ en orðið var dregið af latnesku heiti kýrinnar, vacca. Nú 200
árum síðar hefur tekist að útrýma einum mesta vágesti mannkynssögunnar, bólusóttinni, með
aðferð Jenners og er bólusóttarveiran nú aðeins til í frystigeymslum í Rússlandi og Banda-
ríkjunum.
Sérvirka ónæmisvöm gegn sýkingum er hægt að framkalla eftir tveimur meginleiðum.
Annars vegar með því að virkja ónæmiskerfi bóluefnisþegans sjálfs til að mynda sérvirk mót-
efni eða framleiða sérvirkar eitilfrumur gegn sýklum (virkt ónæmi) og er þá talað um bólu-
setningu (active immunization, vaccination). Hins vegar má framkalla ónæmi með því að gefa
mótefni sem framkölluð hafa verið í öðrum einstakiingum og er þá talað um aðfengið ónæmi
(passive immunization). Dæmi um hið síðarnefnda er ónæmi ungbarna sem þau fá með
móðurmjólk og sermi gegn lambablóðsótt sem framleitt er í hrossum sem bólusett eru
kröftuglega gegn eiturefnum lambablóðsóttarsýkla. Kostir aðfengis ónæmis eru þeir að vernd
fæst án tafar, en megingallinn er sá að það endist stutt vegna þess að hin aðfengnu mótefni
eyðast á noldcrum vikum.
Bóluefni sem notuð eru til að framkalla virkt ónæmi eru með ýmsu móti.
1. Lifandi veikluð bóluefni. Þá eru notaðir stofnar viðkomandi sýkils sem veiklaðir hafa
verið með sérstökum aðferðum, oft með endurtelcnum ræktunum á sérstöku æti eða
við sérstök skilyrði, t.d. bólusetning við berklum með svokölluðum BCG stofni
berklabakteríu og bóluefni Sabins við mænusótt. Kúabólusetning Jenners var svipaðs
eðlis, nema þar var notuð öimur veira, náskyld þeirri sem veldur bólusótt í mönnum.
Kúabóluveiran veldur takmarkaðri og vægri sýkingu í mönnum, en framkallar þó
nánast ævilangt ónæmi, einnig gegn bólusótt. Kostir lifandi bóluefna eru þeir helstir
að þau framkalla langvarandi, öflugt ónæmissvar með lcröftugri virkjun hins
svokallaða frumubundna ónæmis, sem er sérlega mikilvægt til varnar veirum og
ýmsum sýklum sem vaxa innan i frumum. Þeim getur hins vegar fylgt áhætta sé
bóluefnisþeginn með veiklað ónæmiskerfi og einnig getur í vissum tilvikum verið
hætta á því að hinn veiklaði sýkill endurheimti sýkingarmátt sinn vegna stöldc-
breytinga.
2. Dauðar örverur (heilar). 1 mörgum bóluefnum eru sýklarnir drepnir á þann hátt að
mikilvæg byggingarefni þeirra haldi hæfni til að framlcalla ónæmissvar. Slík bólu-
efni eru notuð gegn bakteríusjúlcdómum, svo sem taugaveilci og kóleru í mönnum og
garnaveiki í sauðfé hérlendis (bóluefni Björns Sigurðssonar). Einnig eru slílc bóluefni
notuð gegn veirusýlcingum, t.d. inflúensu og mænusótt (Salk). Af þeim á eklci að
vera nein sýlcingarhætta, en oft er ónæmið skammætt og þarf þá endurteknar
bólusetningar. Slílc bóluefni framkalla oft mótefnamyndun fyrst og fremst, en síður