Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 103
95
Pottarnir voru látnir standa úti næsta vetur og drápust þá allar smáraplöntumar, en
nokkrar vallarfoxgrasplöntur lifðu, flestar í kalna blettinum. Þetta þarf ekki að segja neitt um
þoi plantnanna, vegna þess að vetrarálagið er mjög óeðlilegt í pottum.
Vinnustofutilraunir
Sumarið 1994 voru gerðar spírunar og vaxtarprófanir á vallarfoxgrasi og rauðsmára á mold og
sinu úr Miðmýri. Niðurstöður voru á þá lund að mold eða sina hafði engin neikvæð áhrif á
spírun beggja tegunda, en milcil áhrif á rótarvöxt beggja og einnig nokkur áltrif á toppvöxt
vallarfoxgrass (6. tafla). Það vakti athygli að neikvæð áhrif sinu og moldar em meiri í lifandi
blettum en dauðum.
6. tafta. Spírun. of'anvöxtur og rótarvöxtur sem hiutfall (%) af vexti í vatni meö næringu. Meðaltal úr
kölnum og ókölnum reitum.
Rauösmári Vallarfoxgras
Liður Spirun Rótarlengd Topplengd Spirun Rótarlen gd Topplengd
Sina 114 81 112 109 74 97
Yfirborðsmold 119 88 102 113 88 80
Undirmold 115 82 122 112 86 94
Sumarið 1995 (14. júní) voru gerðar spírunar og vaxtarprófanir á vallarfoxgrasi og rauð-
smára á mold úr Miðmýri. Sýnin voru úr endurræktuðum bletti, þar sem ísáning hafði tekist,
lifandi bletti úr gömlu túni og kalbletti. í ljós kom að vöxtur var meiri í kölnum blettum en
ókölnum og minnstur á mold úr endurræktuðu túni, og að meðaltali meiri í efra lagi en neðra
lagi jarðvegsins (7. tafla). Ekki er hægt að bera þessar niðurstöður saman við vöxt í vatni,
vegna þess að ekki var borinn áburður á viðmiðanirnar í vatninu.
7. tafla. Rótar- og toppvöxtur í tveimur lögum úr þremur blettum í túni. Meðaltal vallarfoxgrass og rauðsmára.
Endurunnið Ókalið Kalið
Róta- Rótar- Topp- Róta- Rótar- Topp- Róta- Rótar- Topp-
fjöldi lengd lengd fjöldi lengd lengd fjöldi lengd lengd
Efra lag 4.25 4,95 2,03 4,74 4,98 2,38 4,08 4,94 2,36
Neðra lag 4.17 5,20 1,60 3,77 4,33 1,52 4,16 4,77 1,71
Eimtig voru prófuð áhrif skolvökva á viðkvæmari plöntutegundir, s.s. hreðkur og gúrkur.
Þær hafa þann kost að þær eru viðkvæmari og vaxa hraðar og því taka athuganirnar skemmri
tíma.
Vöxtur hreðlcna var prófaður í slcolsýnum af hnausunum 37 sem safnað var víða á Norð-
austurlandi vorið 1997. Þetta voru hnausar bæði af kölnum og ókölnum blettum sömu túna.
Með fjórum undantekningum reyndist ætíð minni vöxtur i kalblettunum en ókölnum blettum
(8. tafia).
Sumarið 1998 voru gerð skolsýni afjarðvegs-
hnausum úr ísáningartilraununum á Barká, Dag-
verðareyri og Möðruvöllum. Ekki var neinn afger-
andi munur á milli staðanna þriggja, né á milli
skófar, yfirborðsmoldar og undirmoldar, en vöxtur
er einna mestur í undirmoldinni (9. tafla).
8. tafla. Spírun hreökna I moldarskoli úr köln-
um og ókölnum blettum 37 hnausa á Norð-
austurlandi I hlutfalli (%) við spírun I vatni.
Kalinn blettur Ókalinn blettur
76 82