Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 105
97
12. tafla. Kímvöxtur gúrkufræplantna innanum 4 mismunandi gras-
tegundir í hlutfalli (%) við vöxt án grasa. Meðaltal tveggja mælinga.
Varpasveifgras Vallarsveifgras Snarrót Vallarfoxgras
71 91 101 88
Af þessu sést að varpasveifgrasið hefur neikvæð áhrif á kímvöxtinn. í sumum tilvikum
uxu rætur gúrkuplantnanna uppávið í varpasveifgrasboxunum.
UMRÆÐUR
Athuganir í vallar- og pottatilraunum benda til þess að fræ af vallarfoxgrasi og rauðsmára
spíri sæmilega í moldinni, en plönturnar nái elcki eðlilegum þroska. I sumum þeirra vinnu-
stofutilrauna sem hér hafa verið kynntar hefur spírun og vöxtur verið borinn saman við spírun
og vöxt í hreinu vatni. Vegna þess að plönturnar hafa oft vaxið allengi eftir spírun er hugsan-
legt að næringarskortur hafi dregið úr vexti viðmiðunarsýnanna í vatni. I 6. töflu kemur frarn
að skolvökvinn rýrir ekki spírun. rýrir toppvöxt nokkuð, en rótarvöxt verulega. I vinnustofú-
tilraunum með gúrkufræ kemur þetta sennilega síður að sök, þar sem fræið er stærra og
næringarríkara og vaxtartíminn skemmri.
Árangur ísáningar er lélegur og í mörgum tilvikum ófullnægjandi (1. tafla). I tilraunum
með að ísá vallarfoxgrasi reyndist vorsáning betri en haustsáning, en engu að síður náðist að-
eins að auka hlutdeild vallarfoxgrass uppí 3CM0%. Árangur er betri í yngri túnum en eldri (2.
tafla) og sæmilegur í uppgrónu grænfóðurflagi (3. tafla). Einnig næst betri árangur við ís-
áningu í unnin grænfóðurflög en flög sem ekki hafa verið hreyfð. Þetta bendir til þess að
eitthvað kuimi að vera athugavert við yfirborð jarðvegsins og að þetta vandamál minnlci við
blöndun moldarinnar við jarðvinnslu. í upphafí voru settar fram fimm tilgátur um orsakir ár-
angursleysi ísáningar; (1) samkeppni, (2) lífverur, (3) ójafnvægi næringarefna, (4) rotnun
plöntuleifa og (5) eiturefni frá plöntum. Verður hér rætt um hvem þessara þátta út frá fyrir-
liggjandi niðurstöðum.
Sumkeppni
í pottatilraunum var samkeppnisgróðri haldið niðri með klippingu án þess að það kæmi ný-
græðingnum til góða. Klipping 1995 og 1997 og sísláttur kom heldur ekki að notum í vallar-
tilraun á þremur túnum (4. tafla), né vökvun til að hindra samkeppni um vatn. Einnig hefur
margoft komið í ljós að eftir kal, þegar allur gróður er dauður og nánast engin samkeppni er
um vaxtarpláss, þá nær sáðgresið samt engum vexti. Því er útilokað að samkeppni um pláss
og næringu geti hindrað árangur.
Lifverur
Sumarið 1995 kom fram að úðun með skordýra- og sveppalyfí hafði aukið vöxt nýgræðings
bæði í pottatilraun (5. tafla) og vallartilraunum. Þetta fékkst ekki staðfest í vallartilraunum á
þremur kaltúnum 1997 (4. tafla), né í uppgrónu grænfóðurflagi (3. tafla). Raunar er þess eklci
að vænta aö skordýr eða sveppir hafi magnast upp í grænfóðurflagi, svo sem vera kann í eldri
túnum. því vitað er að jarðvinnsla dregur úr viðgangi þeirra tímabundið. í skolsýnum sem
voru lengi í ræktun urðu nokkrir sveppir vöxtulegir, en þetta reyndust aðallega vera
tegundirnar Oedocephalum glomerulosum og Síachybotrys charporum, sem báðir eru skað-
lausir rotsveppir. Því er talið ólíklegt að lífverur valdi lélegum árangri ísáningar.
Ojafnvægi nœringarefna
Við athuganir á ísáðum plöntum í jarðvegi, þar sem ísáning hefúr misheppnast, eru