Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 179
171
Ahrif mismunandi sláttutíma vallarfóxgrass á þunga gripa og orku- ogpróteinútreikninga
Ekki var munur á þunga kúnna eftir sláttutímum en sveiflur í þunga eru háðar áhrifum fóðurs
á vambarfyili og tímasetningu vigtunar (7. tafla). Tilraunir hafa sýnt misjafnai- niðurstöður
varðandi áhrif af orkustyrk fóðurs á þungabreytingar (Gunnar Ríkharðsson 1996, Sigríður
Bjarnadóttir 1996, Þóroddur Sveinsson og Gunnar Ríldtarðsson 1995, Gunnar Ríkharðsson
1994, Sigríður Bjarnadóttir 1998).
Samkvæmt útreikningum í 7. töflu voru kýmar á 3. sláttutíma í neikvæðu orkujafnvægi.
Kýrnar á 2. sláttutíma voru nokkurn vegin í jafnvægi, en kýrnar á 1. sláttutíma voru í jákvæðu
orkujafnvægi. Kýr í neikvæðu orkujafnvægi mjólka af sér hold þó það komi eklci fram í
þungabreytingum vegna mismunandi vambarfylli.
7. tafla. Áhrif siáttutíma vallarfoxgrass á þunga gripa og orku og próteinútreikninga.
1 .slt. 2. slt. 3. slt. P-gildi Meðaltal Staðalskekkja mismunarins
Orkuútreikningar
FEm til viöhalds 4,30 4,30 4,24 0,564 4,28 0,048
FE„, til framleiðslu 8,38 7,67 7,31 *** 7,79 0,117
Orkujafnvægi, FE„, 4,25 0,41 -2,05 *** 0,87 0,337
Próteinútreikningar
AAT til viðhalds 330 330 325 0,511 328 3,4
AAT til framleiðslu 886 812 776 *** 825 12,1
Próteinjafnvægi, AAT 361 63 -129 *** 98 33,8
Próteinjafnvægi, PBV 392 67 23 *** 160 14,9
Þungi, kg 474 474 465 0,57 471 7,0
* P<0,05, ** P<0,01,*** P<0,001
Próteinjafnvægið er neikvætt á 3. sláttutíma sé litið til AAT, vel í jafnvægi á öðmm
sláttutíma. en noklcuð jákvætt á þeim fyrsta (7. tafla). Sé litið á PBV er það allsstaðar jákvætt
sem endurspeglast ekki í úrefni í mjóllc þar sem það mældist 4,5 mmól/1 á 1. sláttutíma, 4,4
mmól/l á 2. sláttutíma og 4,8 mmól/1 á 3. sláttutíma (6. tafla). Jákvæðasta PBV jafnvægið var
á 1. sláttutíma en sýnir þó eklci mesta úrefnið í mjólk. í tilraun með áhrif sláttutíma snarrótar á
mjólkurkýr kom fram greinilegt samband miili úrefnis í mjólk og PBV jafnvægis (Sigríður
Bjarnadóttir 1996). En eins og áður segir var ólag á úrefnismælingum RM á þessum tíma.
Áhrif mismunandi sláttutíma vallarfoxgrass á tekjur og gjöld á tilraunatímanum
í 8. töflu eru sýndir fóðurkostnaðar- og tekjuútreikningar fyrir tilraunatímabilið. Þar sem
kostnaður byggist á fóðurnotkun tímabilsins og tekjur á nyt á sarna tímabili sem er mjög tak-
markað (3x3 vilcur) eru full áhrif sláttutímanna enn eklci lcomin fram í breytingum á nyt. Þetta
er mikilvægt að hafa i huga þegar lcostnaðartölur eru metnar. Við venjulegar aðstæður er
sennilegt að dregið hefði verið úr lcjamfóðurgjöf með snemmslegnu vallafoxgrasi og aulcið
við kjamfóðurgjöf með því síðslegna og myndi það breyta lcostnaðarniðurstöðum talsvert. í 8.
tötlu lcemur fram að tekjur eru meiri á dag þegar fóðrað er með vallarfoxgrasi af 1. sláttutíma.
Fóðurlcostnaður er aftur á móti hærri vegna milcils áts. Atið slcilar sér ekki að sama slcapi í
aukimri nyt. Því verður kostnaður á kg mjólkur hæstur á 1. sláttutíma og framlegð (tekjur
umfram breytilegan kostnað) mimrst á 1. sláttutíma ef reiknað er á hvert kg mjólkur.
Eins og fyrr greinir er þessi samanburður að mörgu leyti ekki sanngjam gangvart fyrsta
sláttutímanum. Ef þessar kostnaðartölur í 8. töflu væru hins vegar leiðréttar að sömu orlcu-
fóðmn og nyt og fyrir mið sláttutímann sem er næstur því að vera í jafnvægi við reiknaðar
þarfir, myndi dæmið snúast við. Telcjur á kíló mjólk yrðu mestar ef fóðrað væri á snemrn-