Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 223
215
9. tafla. Dæmi um fóðurþarfír nautgripa til viðhalds og vaxtar, FEm/dag, miðað við mismunandi þunga og
vaxtarhraða.
Þynging g/dag 200 kg Kvígur Uxar Naut 300 kg Kvígur Uxar Naut 400 kg Kvígur Uxar Naut 500 kg Kvígur Uxar Naut
ísl. kyniö
500 3,76 3,54 3,41 4,97 4,76 4,59 5,84 5,74 5,61 6,50 6,44
750 4,61 4,29 4,08 6,02 5,73 5,47 6,98 6,82 6.64 7.64 7,55
1000 5,48 5.06 4,79 7,08 6,70 6,36 8,11 7,92 7,68 8,78 8,66
Galloway
500 3,59 3,41 3,28 4,81 4,59 4,41 5,76 5,61 5,44 6,51 6,44 6,33
750 4,35 4,08 3,90 5,79 5,47 5,19 6,86 6,64 6,39 7,66 7,55 7,38
1000 5,14 4,79 4,54 6,79 6,36 6,00 7,97 7,68 7,35 8,81 8,66 8,45
Angus
500 3.52 3,35 3,24 4,74 4,51 4,33 5,72 5,54 5,36 6,49 6,40 6,26
750 4,26 4,00 3,83 5,69 5,35 5,08 6,80 6,54 6,27 7,63 7,49 7,29
1000 5,02 4,68 4,44 6,65 6,21 5,85 7,89 7,55 7,19 8,77 8,58 8,32
1250 5,81 5,38 5,08 7,63 7,08 6,63 8,98 8,56 8,12 9,91 9,68 9,36
Umousin
500 3,30 3,18 3,10 4,41 4,24 4,11 5,37 5,21 5,07 6,15 6,05 5,93
750 3,92 3,75 3,63 5,20 4,95 4,75 6,27 6,05 5,83 7,11 6,97 6,80
1000 4,57 4,34 4,17 6,00 5,67 5,41 7,18 6,89 6,61 8,08 7,90 7,67
1250 5.25 4,95 4,75 6,82 6,41 6,08 8,10 7,75 7,40 9,05 8,83 8,55
Þessar fóðurþarfir eru settar fram með sömu fyrirvörum og fyrir lömbin. Gerðar hafa
verið tilraunir með íslenska gripi og Galloway-blendinga, og nú standa yfir tilraunir með nýju
kynin á Möðruvöllum. Þessar tilraunir hafa að vísu þá annmarka að ekki hefur verið metið
með nákvæmum hætti orkuinnihald skrokka við mismunandi líkamsþunga. Það hamlar því þó
ekki að bera niðurstöður þessara tilrauna gróflega saman við þær fóðurþarfir er hér eru birtar.
í tilraun með naut á Möðruvöllum (Gunnar Rilíharðsson 1994) voru m.a. bomir saman þrír
fóðurflokkar. Hér verður litið aðeins á niðurstöðurnar úr þeim fóðurflokki þar sem kjamfóður-
gjöf var mest (30%), þar sem í því tilfelli var orkustyrkur heildarfóðursins mjög nálægt því
sem þarfímar í töflunum hér að ofan em reiknaðar út frá (q var =0,56, en miðað er við q=0,57
í töflunum). Tilraunin náði frá því er kálfarnir vom í um 110 kg þunga að jafnaði og til
slátrunar, en meðalþungi við slátrun var um 405 kg. Meðalþungi nautanna yfir allt tímabilið
var því um 260 kg. Gildir þetta bæði um íslensku nautin og blendingana. Meðalvöxtur ís-
lendinganna í þessum fóðurflokki var um 900 g/dag og Galloway-nautanna 975 g/dag yfir til-
raunatímabilið. Ef þessar forsendur um meðalþunga og vaxtarhraða gripanna em settar inn í
líkinguna sem notuð var við gerð töflunnar hér að ofan fæst út að orkuþörf íslensku nautanna
hefði átt að vera 5,42 FEm/dag og Gallovvay nautanna um 5,34 FEm/dag. Raunverulegar tölur
úr tilrauninni voru 5,23 FEm/dag fyrir íslensku nautin og 5,10 FEm/dag fý'rir Galloway-
blendingana. Samræmið þama á milli er því furðu gott. Ekki má þó alhæfa neitt út frá því um
gildi þessara fóðurtaflna. Að sinni skortir bæði tíma og fé til nánari skoðunar á þessu.
Orkustyrksl e idrétting
Eins og fram hefur komið er stuðullinn km heldur óheppilegur til að meta nýtingu breytiorku
til vaxtar þar sem hann rniðast við mjólkurframleiðslu. Mjólkurfóðureiningin gerir hins vegar
ráð fyrir því að þessi stuðull sé notaður. Eins og áður var getið eru bæði Frakkar (Vermorel
1978, 1989) og Hollendingar (Van Es 1978) með sérstakt vaxtarfóðureiningakerfi til hliðar
við mjólkurfóðureiningakerfin, þar sem notaður er sérstakur stuðull (kvf) til viðhalds og
vaxtar. Ymsir kostir eru við að hafa tvö kerfí, en einnig gallar, einkum sá að það getur valdið
ruglingi að vera með of margar gerðir af fóðureiningum. Því hefur sú leið verið farin hér að