Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 124
116
Þessari tilraun er ætlað að fá ffam svar við þeirri spumingu, eins og lýst er í markmiðum
tilraunarinnar, að bera saman vöxt hrúta, geldinga og gimbra á svipuðu stigi.
Haustið 1997 voru 3 hópar lamba, hrútar, geldingar og gimbrar, teknir í tilraunina, sam-
kvæmt tilraunaáætlun. Tilraunaplanið gekk eftir, nema hvað ekki reyndust tiltækar nógu
margar gimbrar í tilraunina, þær voru aðeins 7, en hrútar og geldingar voru 8 í hvorum hópi.
Lömbin voru hópfóðruð á venjulegu heyi, ekki sérlega góðu. Vegna léglegra heyja 1997-98
voru lömbunum gefm 30 g fiskimjöl og 35 g graskögglar frá og með 15. janúar 1998. Frá 23.
janúar til og með 6. mars voru þeirn gefin 170 g graskögglar og til 16. mars vora þeim gefm
250 g graskögglar. Öllum lömbum var slátrað 17. mars, en eins og kunnugt er kemur eldci
verðfelling á kjöt af hrútlömbum eftir 1. mars.
NIÐURSTÖÐUR
A 1.-5. mynd eru sýndar þungabreytingar lambanna, vaxtarauki g/dag fyrir tilraunina 1997-
98 og fyrir það tímabil sem liðið er af tilraunimii 1998-99.
I 1. töflu eru meðaltöl fyrir lifandi þunga og holdastig fyrir slátrun, fallþunga og flokkun
á fallinu. Mat á byggingu er samkvæmt nýja kjötmtinu, en fita er mæld með venjulegum fitu-
mæli á hefðbundnum stað. Skrokkarnir fóru í flokkana O, R og U. Við yfirfærslu í tölur eru
hér notuð eftirfarandi gildi: U=7, R=5 og 0=3.
1. tafla. Lifþungi og holdastig við slátrun, ásamt fallþunga og flokkun.
Flokkur - Kyn Lífþungi kg Holda- stig Fallþungi kg Kjöt- prósenta Byggingar- flokkunn) Fitu- þykkt
Hrútar 39,69 3,56 16,38 41,3 4,25 5,25
Gimbrar 41,36 3,68 16,73 40,4 5,29 9,00
Geldingar 40,63 3,63 16,85 41,5 5,00 6,38
Meðaltal 40,56 3,62 16,65 41,1 4,85 6,88
a) Sjá skýringar í texta.
Hér verður eldci fjölyrt um niðurstöðurnar. Þó
slcal bent á að að munur í fallþunga í tilrauninni
1997-98 er 470 g á hrútum og geldingum og
gimbrarnar eru á milli. Verulegur munur er í
tlokkun fyrir byggingu og fitu. Gimbrarnar eru
með besta floklcunina, hrútarnir lalcastir en geld-
ingarnir er nær gimbrunum. Reyndar skera
gimbrarnar sig úr hvað fitu snertir. Þessar niður-
stöður eru í samræmi við það sem búast mátti við og erlendar niðurstöður sýna (sjá m.a.
Fraser o.fl. 1987). Hins vegar er kjötprósenta falla hjá gimbrunum ekki í samræmi við aðrar
niðurstöður.
A 1. mynd er sýnt meðalát á dag í tilrauninni 1997-98. Mikill breytileilci er í áti milli
vilcna. Það gæti skýrst af mismunandi þurrefni, orkuinnihaldi fóðursins, meltanleilca o.fl. Eklci
veróur reynt að draga neinar álylctanir um það af eins árs tilraunum. Vert er að vekja athygli á
að tilhneiging virðist til að át gimbra minnlci i hlutfalli við át hrúta og geldinga.
Á 2. og 3. mynd er sýndur þungi lamba og þungabreytingar veturinn 1997-98 og frá upp-
hafi fram til 6. janúar í vetur. Athygli velcur létting lambanna í næst síðustu viku fyrir slátrun.
Skýring gæti legið í lágri þurrefnisprósentu og orkulitlu rúlluheyi sem gefið var umrætt tíma-
bil. Á 4. og 5. mynd er sýndur vaxtarhraði lamba á dag að meðaltali. Hann er neikvæður á
2. tafla. Niðurstöður bragðprófunar.
Hópur Gæði Mýkt Aukabragð
Hrútar 6.8 5,9 7,9
Geldingar 8,5 7,9 8,7
Gimbrar 7,6 6,7 7,4
Meðaltal 7,7 6,8 8,0