Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 132
124
aukalykt af fitu, kjötlykt af kjöti, aukalykt af kjöti, safa, meyrni, lambakjötsbragði, lifrar-
bragði, þráabragði, fitubragði og aukabragði og var 0 lægsta einkunn og 100 hæsta einkunn.
Lyktarskynmat
Fitusýni fyrir lyktarskynmatið voru tekin úr kiofi lambaskroldcana og þau geymd í loft-
dregnum umbúðum í frysti (-20°C) fram að lyktarskynmatinu. Um það bil 0,5-1 g af fítusýni
var sett í litla dropaglasaflösku og tappi skrúfaður á. Flöskumar voru hitaðar í vatnsbaði í 15
mínútur og þær bornar fram 4 fjórar saman í glasi með heitu vatni í til dómara. Dómarar voru
beðnir að þefa fyrst af viðmiðunarsýni (fita af gimbrum), sem var alitaf með, og síðan af
þremur fitusýnum, alls 12 sýni í hverja setu. Sex dómarar tóku þátt í lyktarskynmatinu og
höfðu fengið þjálfun við að lykta af fitu gamalla hrúta og lamba. Dómararnir merktu við með
krossi einn eða fleiri eiginleika sem þeir greindu við að lykta af fitunni. Eiginleikarnar vom
skilgreindir áður, en þeir voru hrútalykt, fjárhúsalykt, ullarlykt, súr lykt og önnur iykt.
Neytendapróf
Lambahakk var búið til úr framparti lamba. Fjórir frampartar úr hverjum hópi voru settir
sarnan í eitt sýni. Níu fjölskyldur tóku þátt i neytendaprófi á lambahakkinu. Hver fjölskylda
fékk einn slcammt úr hverjum lambahópi, alls 12 skammtar. Fjölskyldurnar voru beðnar að
matreiða hakkið eins og þeim fannst þægilegast og eðlilegast og síðan átti hver fjölskyldu-
meðlimur að skrá hjá sér einkunnir um hvað þeim fannst um kjötið. Kokkurinn í hverju tilfelli
var beðinn að skýra matreiðsluaðferð og lýsa lyktinni af hakkinu við matreiðslu. Einkunnir
voru skráðar á óstikuðum skala frá 0-100 þar sem lyktin var metin mjög vond eða rnjög góð.
Hver fjölskyldumeðlimur átti að lýsa iambabragði og aukabragði á óstikuðum skala frá 0-
100, frá engu í mjög mikið, og heildaráhrif hakksins sem mjög vond eða mjög góð.
NIÐURSTÖÐUR
Lömbin
I 1. töflu er sýndur fæðingarþungi lamba og þungi þeirra á fæti eftir vigtunardögum og geld-
ingaraðferðum. Frá því að lambám var sleppt í úthaga í fyrstu viku júní og til ágústbyrjunar
gengu ærnar með lömbum sínum í heimaiandinu, en frá þeim tíma og til 29. september, er
hefðbundin haustvigtun fór fram, var þeim beitt á há. Frá 29. september til 4. nóvember var
lömbunum beitt á grænfóður, kál og rýgresi. í 2. töflu er sýndur vaxtarhraði lambanna frá
geldingu 28. maí til 30. júní og frá 30. júní til haustvigtunar. Tvö lömb voru felld úr
uppgjörinu þar sem annað Iambið varð afbrigðilegt vegna exems (orf) en hitt villtist undan.
Bæði þessi lömb tilheyrðu samanburðarhópnum við hringgeldingu.
I. tafla. Þungi lamba á fæti, kg.
Geldingaraöferð Tala lamba Fæðingar- þungi Þungi við geld- ingu, 28. maí 13.júni Vi 30. júní gtunardagar 29. sept. 14. okt. 4. nóv.
Töng 12 3,82 6,86 (10,57) 16,38 35,50 38,33 39,58
Samanburöarlömb 12 3,62 7,08 (10,99) 16,73 37,00 40,08 40,83
Hringir 12 3,78 6,86 (10,31) 15,57 33,83 36,42 37,75
Samanburðarlömb 10 3,80 7,15 (11,14) 16,69 38,10 41,10 42,00
Geldingar, alls 24 3,78 6,86 (10,45) 15,97 34,67 37,82 38,67
Ógeltir. alls 22 3,70 7,11 (11,06) 16,71 37,48 40,83 41,36