Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 292
284
skipulag beitarinnar. Niðurstöðurnar frá hæstu stöðvunum í Skagafirði og Húnavatnssýslum
benda til að full þörf sé á að draga úr hrossabeit á sumum afréttasvæðum eða koma á hana
betra skipulagi til að létta á landi í slæmu ástandi.
Síðustu ár hefur mikið verið jQallað um Qölgun hrossa, ástand hrossahaga og almenna
stöðu hrossaræktar í landinu (Björn H. Barkarson 1997, Bjami P. Maronsson 1997). Ljóst er
að víða eru hross orðin of mörg miðað við stærð jarða og gæði beitilands. Ennfremur hefur
markaður fyrir hross og afurðir af þeim elcki vaxið með sama hraða og stofninn. Með hliðsjón
af markaðsaðstæðum hefur Hagþjónusta landbúnaðarins (1998) lagt til, eftir úttekt og stöðu-
mat á hrossaræktinni, að lirossum í landinu verði fælckað verulega. Svo virðist sem nú sé
verið að stíga fyrstu skref í þá átt með aðstoð stjórnvalda. Það er því ljóst að búgreinin býr við
verulegar þrengingar sem takast verður á við. Einn liður í því er að bæta landnýtinguna og
gera hana sjálfbæra.
Meðal hagsmunaaðila í hrossarækt mun vera í undirbúningi að taka upp gæðastjómun í
greininni. Nauðsynlegt er að slík gæðastjórnun taki einnig tillit til landnýtingar. Sú aðferð
sem RALA og Landgræðslan hafa þróað (Borgþór Magnússon o.fl. 1997) ætti að nýtast til út-
telctar á landi. Æskilegt er að einnig yrðu settir upp fastir viðmiðunarpunktar eða stöðvar sem
hugað yrði nánar að þegar reglubundið eftirlit færi fram. Slíkar stöðvar gætu verið svipaðar
þeim sem hér hefur verið lýst, en athuganir og mælingar yrðu hins vegar umfangsminni og
fijótlegri á flestum þeirra. Myndatalca og mælingar á rofdílum og svarðhæð ættu að vera full-
nægjandi sem lágmarksúttelct á stöðvum. Itarlegri úttekt, svipuð þeirri sem hér hefur verið
lýst, gæti hins vegar farið fram á mun færri völdum stöðvum þar sem sérstölc ástæða væri til,
t.d. á afréttum eða öðru sameiginlegu beitilandi. Þær stöðvar og gagnagrunnur sem þegar
hefur verið lcomið upp í þessu verkefni er mikilvægur grunnur og fyrsti vísir að slíku eftirliti
með landnýtingu í hrossahögum. í framhaldinu þarf að slcoða öll þessi mál og skipuleggja i
nánum tengslum við Nytjalandsverkefnið (Olafur Arnalds 1999).
ÞAKKARÖRÐ
Verkefnið var styrlct af Tælcnisjóði Rannís og Framleiðnisjóði landbúnaðarins árún 1996 til
1998. Ólafur Vagnsson ráðunautur veitti góða leiðsögn og aðstoð í Eyjafirði og Þóroddur
Sveinsson aðstöðu á Tilraunastöðinni á Möðruvöllum, Sigþrúður Jónsdóttir, Sigmar Metúsal-
emsson og Einar Grétarsson tóku þátt í vettvangsvinnu. Fjölmargir bændur og landeigendur
hafa veitt aðgang að högum sínum og greitt götu olckar á ýmsan hátt. Þessir aðilar fá bestu
þalclcir fyrir.
HEIMILDIR
Bjarni P. Maronsson. 1997. Hrossabeit- Hvað ertil ráða? 1: Rádunaulafundur 1997: 139-142.
Bjöm H. Barkarson, 1997. Forkönnun á hrossahögum. í: Ráðunautafundur 1997: 134-138.
Borgþór Magnússon, 1994. Einföld aðferð til að meta ástand hrosshaga. Freyr 90(11): 407—411.
Borgþór Magnússon, Ásrún Elmarsdóttir & Björn H. Barkarson, 1997. Hrossahagar - Aðferó til aö meta ástand
lands. Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Landgræðsla ríkisins, 37 s. (Efnið er einnig aó finna á intemetinu:
www. rala. is/umhvdJhhagar).
Hagþjónusta landbúnaöarins, 1998. Hrossabúskapur og hrossaeign á íslandi 1996. Úttekt og stöðumat, 49 s. +
fylgiskjöl.
Jóhann B. Magnússon, 1996. Könnun á hrossahögum. í: Ráðunautafundur 1996: 57-58.
Ólafur Arnalds, 1999. Nytjaland, landupplýsingavefur landbúnaðarins. í: Ráðunautafundur 1999, í þessu riti.