Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 68
60
Að einhverju leyti er þetta hugsað sem tímatengt ferli. Eina beina sambandið á þann hátt
er milli K1 og K3. Það eru tvær tilraunir á sömu spildu á Korpu, en skornar með þriggja vikna
millibili. A bilinu milli þeirra sést hvað gerst hefur þær þrjár vikur; hrunið hefirr úr sexraða-
korni, íslensku línurnar hafa dregið úr sprettu, enda nærri fuliþroska, en útlenda tvíraðabyggið
hefur haldið óbreyttri stefnu. Tilraunin á Vestri-Reyni hefúr eðlilega stöðu þar á rnilli, enda á
sams konar landi og skorin mitt á milli í tíma. Tilraunin á Þorvaldseyri er greinilega komin
miklu lengra í tíma eða þroska og útlendu tvíraðayrkin skila þar mestri uppskeru. Á hinum
endanum eru norðlensku tilraunirnar. Munurinn þeirra á milli er fyrst og fremst sá að í Mið-
gerði er þung jörð, en sandur í Vindheimum.
Nú er eðlilegt að áætla að einstakir staðir geti færst eftir línunum til hægri eða vinstri eftir
því hversu lengi kornið er látið standa og eftir góðu eða slæmu árferði. En reynslan sýnir að
takmörk hljóta að vera á því. Sexraðakorn fyllir sig afar lítið í lágsveitum syðra og ekki er
hægt að ímynda sér að það gæti nokkurn tímann mælst þar í efsta sæti, þótt snemma væri
skorið. Eins má nefna að þótt sumarið 1998 væri að mörgu leyti óvenjulegt, hlýtt syðra en
kalt nyrðra, röðuðust afbrigðin þar á sama hátt og undanfarin ár.
Af öllu framansögðu skal því sú ályktun dregin að staður geti færst til á línunum að vissu
marki eftir árferði eða skurðartíma, en alls ekki endanna á milli. Þar sem enginn veit árferði
fyrir er víðast hvar rétt að vera með fleiri en eina gerð korns í talíinu í einu. íslensku línumar
standa í miðju og eiga við um stóran hluta landsins. En fyrir létta jörð syðst á landinu munu
menn enn um sinn velja sér erlend tvíraðayrki og sexraðabygg fyrir þunga jörð nyrðra.
KYNBÆTUR
Oþarft er að hafa mörg orð um kornkynbætur á þessum vettvangi. I sem fæstum orðum er
markmið verkefnisins að sameina í einu yrki fljótan þroska sexraðakoms og strástyrk og
veðurþol tvíraðakorns, ásamt með mestu mögulegu uppskeruhæfni. Það er verkefni sem aldrei
lýkur, en staldra má við til að athuga hver staðan er. Isienskar kynbótalínur á tilraunastigi
skipta nú mörgum tugum. Undanfarin ár hafa 10-15 nýjar línur verið reyndar í stórum til-
raunum árlega. Tilraunirnar hafa verið átta eða níu á ári, þar af fjórar á Korpu.
Árin 1997 og 1998 voru 27 yrki í tilraunum hvort ár, bæði erlend og innlend. Að upp-
skeru til voru íslenskar línur í 10 efstu sætunum fyrra árið og besta erlenda yrkið, Olsok, kom
svo í 11. sæti. Síðara árið var Filippa efst af erlendu yrkjunum og náði þó aðeins 17. sæti. Að
hluta til er gengi íslenska kornsins því að þakka. hve þungt Korputilraunimar vega. Þar hafa
íslensku línurnar verið valdar úr margbrotnum kynbótaefniviði og eiga greinilega heima.
Annars sýnir þetta, hvernig íslenska kornið tekur sér stöðu í miðju í bilinu milli sexraða- og
tvíraðakorns.
Sem dæmi um kynbótaframfarir í íslenska korninu síðustu ár má taka fyrstu íslensku
línuna, sem íjölgað var að marki. Hún hefur gengið undir heitinu x96-13. Hún var valin
haustið 1995 og var þá áberandi best. Síðan hefur hver kynslóðin af annarri komið fram á
sjónarsviðið og þar með margir föður- eða móðurbetrungar. Árið 1997 var línan x96-13
komin niður í 8. sæti og ári seinna allt niður í 14. sæti eða í miðjan hóp. Það kemur því
væntanlega eklci á óvart að áform um frekari ræktun þessarar línu hafa verið lögð á hilluna.
Næsta íslenska línan í ræktun gengur undir heitinu xl23-l. Hún var valin haustið 1997.
Fyrir utan það að gefa ágæta uppskeru er hún afar fljót til þroska. Hún er nú í fjölgun suður á
Skáni. Lítið eitt af sáðkorni verður flutt imi í vor, en vorið 2000 verða væntanlega á markaði
ein 60 tonn. Lengra ná áætlanir ekki að sinni, en gert er ráð fyrir því að hægt verði að velja
nýja línu til fjölgunar annað hvert ár.