Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 254
246
RHÐUNflUTflFUNDUR 1999
Þróun bóluefnis gegn lambablóðsótt og skyldum sjúkdómum
Vala Friðriksdóttir
Tilraunastöd H.I. í meinafrœdi að Keldum
INNGANGUR
Tilraunastöðin að Keldum hefur frá upphafi sinnt rannsóknum og þjónustu tengdri landbúnaði
á íslandi. Þjónustan er margvísleg og undir hana heyra m.a. sjúkdómsgreiningar, sala á dýra-
lyfjum (til skamms tíma) og bóluefnisframleiðsla.
Á Keldum er framleitt bóluefni og sermi til vamar smitsjúkdómum í sauðfé og er stærsta
hluta framleiðslunnar beint gegn sjúkdómum af völdum Clostridium baktería. Einn þessara
sjúkdóma er lambablóðsótt í ungum lömbum sem Clostridium perfringens veldur. Clostrid-
ium bóluefni innihalda blöndu sýkla og eiturefna sem gerð eru óvirk með formalíni. Bólusett
er á þann hátt að hæfilegum skammti bóluefnis er sprautað í skepnumar sem mynda mótefni
gegn viðkomandi sýklum. Mótefnin verja síðan skepnurnar gegn viðkomandi sýkingum.
CLOSTRIDIUM BAKTERÍUR
Clostridium bakteríur em Gram jákvæðar staflaga bakteríur sem geta eingöngu vaxið i súr-
eíhislausu umhverfi (loftfirrðu, anaerobe). Þær mynda dvalagró og geta varðveist lengi á því
formi í jarðvegi, jafnvel í mánuði eða ár. Þessar bakteríur eiga það sameiginlegt að þær fram-
leiða eiturprótein og eru það eiturpróteinin sem valda sjúkdómseinkennum.
Þekktar eru fjölmargar tegundir Clostridium baktería og einar 11 tegundir eru mikilvægar
út frá sjónarmiði dýralækninga. Á íslandi eru það 4 tegundir Clostridia sem helst valda sjúk-
dómum í mönnum og dýrum. Þessar tegundir eru:
• C. tetani, sem veldur stífkrampa.
• C. botulinum, sem veldur matareitrun, hræeitmn og rúllubaggaeitrun.
• C. septicum, sem veldur bráðapest.
• C. perfringens, sem veldur lambablóðsótt, garnapest, garnadrepi, matareitrun, sára-
drepi o.fl.
Af C. perfringens eru þeldctir 5 stofnar, A,B,C,D og E. Stofnarnir eru mismunandi, bæði
hvað varðar helstu eiturprótein sem þeir framleiða og sjúkdómseinkenni sem þeir valda (1.
tafla).
1. tafla. Stofnar Clostridium perfringens baktería.
Stofn Eiturprótein‘l) Sjúkdómseinkenni sem stofn veldur
A Alpha Matareitrun (fólk), gamadrep (eldisfuglar)
B Beta, epsilon Lambablóðsótt
C Beta Garnadrep (svin, lömb, kálfar)
D Epsilon Garnapest (garnaeitrun) (sauðfé, geitur, nautgripir), flosnýmaveiki (sauðfé)
E lota Óljóst (?bráðadauði) (nautgripir)
a) Allir stofnar framleiða eitthvað af alpha eiturpróteini.