Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 226
218
SflÐUNAUTflFUNDUR 1999
Þróun á nýju fóðurmatskerfi fyrir jórturdýr
Bragi Líndal Ólafsson
og
Jóhannes Sveinbjörnsson
Rannsóknastofnun landbúnadarins
BAKGRUNNUR
Tilgangur fóðurmatskerfa er að lýsa sambandi samsetningar og neyslu fóðurs annars vegar og
nýtingar þess til framleiðslu í sérhverri mynd hjá skepnunni hins vegar. Þungamiðja fóður-
mats fyrir allar skepnur hefur verið orkumat. Flest lífræn næringarefni eru notuð sem hráefni
til myndunar líkamsvefja, mjólkur, eggja og ullar eða þau eru notuð sem uppspretta orku til
viðhalds og til að framkvæma vinnu. Sameiginlegt þessum ferlum er að um er að ræða til-
tlutning milli forma á orku. svo sem milli mismunandi forma efnaorku og milli efnaorku og
hreyfi- eða hitaorku. Því hefur orka verið lögð til grundvallai- í mati á fóðri. Til hliðar við
orkumatskerfm eru svo kerfi til að meta prótein, misflókin eftir dýrategundum. Tæplega er
hægt að tala um kerfisbundið mat á öðrum næringarefnum svo sem vítamínum og steinefnum,
lieldur er rniðað við að þau séu í nægilegu magni í fóðrinu eftir að þörfum fyrir orku og
prótein hefur verið fullnægt.
Saga orkumatskerfa fyrir jórturdýr hófst á fyrri hluta nítjándu aldar, en tækjabúnaður og
mælitækni þess tíma var það ófúllkomin að eldci er hægt að tala um fullbúin kerfi fyrr en í
kringum aldamótin 1900. Þá setja H. P. Armsby í Bandaríkjunum og O. Kellner í Þýskalandi
fram hugmyndir sínar að kerfum byggðum á nettóorku. Eining Armsbys var kaloría eða hita-
eining. en Kellner notaði sterkjugildi. Báðir lentu strax í þeim vandræðum sem hrjáð hafa
orkumat fóðurs til þessa, en það er að nýting orku í fóðri til mismunandi starfsemi líkamans,
svo sem viðhalds, vaxtar og mjólkurmyndunar, er mjög breytileg. Það þýðir að í raun verður
nettóorka í fóðri ekki metin með eimii einingu svo rétt sé. Í kjölfarið fylgdi saga þróunar orku-
matskerfa fyrir jórturdýr á þessari öld. Kerfi þessi hafa ýmist verið byggð á meltanlegri orku,
breytiorku eða nettóorku og er fjöldi þeirra við líði í dag. Þó að mörg séu svipuð að upp-
byggingu þá er ólíklegt að orkumatskerfi fyrir jórturdýr í mismunandi löndum verði samræmd
nema þá með valdboði. Þau hafa sína kosti og galla, en hafa verið aðlöguð að aðstæðum í
hverju landi fyrir sig.
Norðurlöndin hafa lengi átt náið samstarf um fóðurmat. Þó var svo komið á síðasta áratug
að orkumat fyrir jórturdýr var orðið með nokkuð mismunandi hætti í þessum löndum. Fitunar-
fóðureining var notuð í Finnlandi, á Islandi og í Noregi, gamla skandinavíska fóðureiningin í
Danmörku og einfalt breytiorkukerfi í Svíþjóð. Árið 1987 var skipuð nefnd á vegum fimmtu
skorar NJF sem fékk það hlutverk að gera úttekt á orkukerfum þeim sem voru notuð í hinum
mismunandi löndum og gera tillögur að rannsóknum sem þyrfti til að byggja upp sameiginlegt
norrænt orkumatskerfi. Nefndin skilaði áliti á námstefnu sem haldin var í tengslum við ráð-
stefnu NJF í Svíþjóð 1991. Lagt var til að Norðurlöndin sameinuðust um vinnu og rannsóknir
sem leiddu til nýrrar gerðar fóðurmatskerfis sem byggði á tölvuvæddum hermilíkönum.
Ýmis rök má færa fyrir ákvörðun sem þessari. Ef menn vilja halda sig við nettóorkukerfi,
þar sem bæði orkugildi fóðursins og þarfir skepnunnar eru gefin upp í nettóorku, þá standa