Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 121
7
/
113
Það sem helst má læra af ofangreindum niðurstöðum er að þær benda til þess að ná megi
talsvert örum kynbótaframförum með markvissu úrvali fyrir aukinni þyngd og lækkun kyn-
þroskatíðni við eins og tveggja ára aldur. Þó er sá hængur á að þyngd og kynþroski við
tveggja ára aldur hafa jákvæða erfðafylgni og því nauðsynlegt að taka tillit til beggja eigin-
leikamia ef á að bæta þá báða eða annan og halda hinum óbreyttum. Með tilliti til að arfgengi
fyrir þyngd er talsvert hærra við 24 mánaða aldur en 30/34 mánaða og að erfðafylgni þessara
eiginleika er verulega há er æskilegt að mæla fiskana fyrir eða um riðtíð, þ.e. um 24 mánaða
aldur, frekar en eftir riðtíð. Ef mikill kynþroski er í hópnum kemur til álita að nota eingöngu
þyngd hrygnanna, auk viðkomandi einstaklings, við útreikning á kynbótaeinkunn, sérstaklega
ef hængar hafa einnig orðið kynþroska haustið áður.
Svo fremi að almennt reynist neikvæð erfðafylgni á milli þyngdar og kynþroska hjá
bleikju við eins árs aldur, þá opnar það möguleika á úrvali fyrir þyngd við eins árs sem
jafnframt fylgdi minnkandi kynþroski við eins árs aldur. Ef miðað yrði við að í framleiðslu
yrði fiskunum slátrað á öðru ári, þ.e. fyrir riðtíð við tveggja ára aldur, mætti ná enn örari kyn-
bótaframfórum í vaxtarhraða með styttingu kynslóðabils allt niður í tvö ár. Samkvæmt þeim
niðurstöðum sem hér liggja fyrir ættu kynbótaframfarir með þessu stytta kynslóðabili, tvö ár í
stað þriggja, ekki aðeins að aukast vegna styttra kynslóðabils heldur líka vegna hærra arf-
gengis þyngdar við eins árs aldur en tveggja ára aldur og neikvæðrar erfðafylgni þyngdar og
kynþroska við eins árs aldur í stað jákvæðrar erfðafylgni þyngdar og kynþroska við tveggja
ára aldur. Tæknileg vandkvæði á þessu eru að afföll hrogna og seiða í frumfóðrun undan
tveggja ára hrygnum eru yfirleitt mikil. Áður en hægt er að ráðleggja að þessi leið verði farin
þarf að sannreyna frekar hvort erfðafylgni þyngdar og kynþroska við eins árs aldur er nei-
kvæð.
HEIMILDIR
Becker. W.A., 1984. Manual of quantitative genetics.
Bogyo, T.P. & Becker, W.A., 1965. Estimates of heritability from transformed sib data with unequal subclass
numbers. BiometricslX'. 1001-1007.
Crandell, P.A. & Gali, G.A.E., 1993. The genetics of body-weight and its effect on early maturity based on
individually tagged rainbow-trout (Oncorhynchus-Mykiss). Aquaculture 117: 77-93.
Gjerde, B. & Gjedrem, T., 1984. Estimates of phenotypic and genetic parameters for carcass traits in Atlantic
salmon and rainbow trout. Aquaculture 36: 97-110.
Gjerde, B., Simanier, H. & Refstie, T., 1994. Estimates of genetic and phenotypic parameters for body-weight,
growth-rate and sexual maturity in Atlantic Salmon. Livestock Production Science 38: 133-143.
Nilsson, J., 1992. Genetic parameters of growth and sexual maturity in arctic char (Salvelinus-Alpinus). Aqua-
culture 106: 9-19.
Olausson, A. & Rönningen, K., 1975. Estimation of genetic parameters for threshold characters. Acta Agri-
culurœ Scandinavica 25: 201-208.
Pedersen, B.H., 1997. The cost of growth in young fish larvae, a review of new hypotheses. Aquaculture 155:
259-269.
Silverstein, J.T. & Hershberger, W.K., 1992. Precocious maturation in coho salmon (Oncorhynchus-Kisutch) -
Estimation of the additive genetic variance. Journal of Heredity. 83: 282-286.
Su, G.S., Liljedahl, L.E. & Gall, G.A.E., 1996. Genetic and environmental variation of body weight in rainbow
trout (Oncorhynchus-Mykiss). Aquaculture 144: 71-80.
Van Vleck, L.D., 1972. Estimation of heritability of threshold characters. Journal ofDairy Science 55: 218-225.