Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 216
208
nettóorka til mjólkurmyndunar reiknuð út frá breytiorku á sambærilegan hátt og í hollenska
kerfmu. Þess er þó getið í upprunalegri útlistun á franska kerfinu (Vermorel 1978) að miðað
sé við að fóðrunarstig sé 1,7 x viðhaldsfóðrun, sem á að samsvara 8 kg mjólkurframleiðslu á
dag. Van Es (1978) reiknar fóðrunarstigsleiðréttinguna með eftirfarandi formúlu:
Fóðrunarstigsleiðrétting =l-{Fóðrunarstig-l)x0,018
sem gefur eins og áður sagði 0,9752 miðað við fóðrunarstig 2,38, en ætti að gefa 0,9874
miðað við fóðrunarstigið 1,7, þó að Frakkarnir virðist láta þennan stuðul alveg liggja á milli
hluta.
Til hliðar við mjólkurfóðureiningalterfið hafa bæði Hollendingar og Frakkar sérstök kerfi
fyrir gripi í vexti. Nettóorka fóðurs til vaxtar er reiknuð út frá breytiorku með sambærilegum
hætti og nettóorka til mjólkunnyndunar, nema hvað eðli málsins samkvæmt er notaður stuð-
tillinn kvf í stað k„„ sbr. umræðu um k-stuðla hér að framan. Stuðullinn kvt- er nokkurs konar
blanda af k-stuðli til viðhalds (kv) og k-stuðli til vaxtar (kf), enda er meiningin að breytiorkan
nýtist hvort tveggja til viðhalds og vaxtar hjá þessum gripum. „Blöndunarhlutfollin“ ráðast af
lramleiðslustiginu, APL (Animal Production Level), sem er breyta í formúlunni, sbr. 1. töflu.
Bæði í franska og hollenska kerfinu er til einföldunar miðað við að framleiðslustigið sé 1,5 til
þess að fóðrið hafi sambærilegt gildi talið í vaxtarfóðureiningum, hvert sem fóðrunarstigið er.
Fóðurþarfirnar eru hins vegar leiðréttar fyrir þessari breytilegu nýtingu orkunnar miðað við
fóðrunarstig. Á íslandi, rétt eins og í Noregi, hefur elcki verið farið út í að vera með vaxtar-
fóðureiningakerfi til hliðar við mjólkurfóðureiningakerfið.
Fó óurein ingar
í hollenska mjólkurfóðureiningakerfinu (Van Es 1978) er staðalbyggið og þar með ein mjólk-
uríóðureining skilgreind sem 6,9 kJ af nettóorku til mjólkurframleiðslu. Sama gildir um
norsku (Sundstol og Ekern 1992) og íslensku (Olafur Guðmundsson og Tryggvi Eiríksson
1995) útfærslumar á kerfinu, nema hvað þar er mjólkurfóðureiningin látin vera 1000 sinnum
stærri, eða 6,9 MJ af nettóorku til mjólkurframleiðslu. Hollenska vaxtarfóðureiningin er skil-
greind með sama nettóorkuinnihald og mjóllcurfóðureiningin (Van Es 1978). I franska kerfinu
(Vermorel 1978, 1989) inniheldur „staðal“-byggið og þar með mjólkurfóðureiningin hins
vegar um 7,11 MJ af nettóorku til mjólkurframleiðslu, og frönsk vaxtarfóðureining inniheldur
7,615 MJ af nettóorku til vaxtar.
Samantekt - munurinn á franskri og hollenskri/íslenskri/norskri mjólkurfóðureiningu
Franska mjólkurfóðureiningin og sú hollenska (móðir þeirra norsku og íslensku) eru mjög
skyldar, en þó langt frá því að vera eins. I franska kerfinu er tekið tillit til heldur fleiri þátta en
i því hollenska, að eklci sé talað um það íslenska, við útreikninga á heildarorku, meltanlegri
ot'ku og breytiorku. Einkum varðar þetta innihald fóðursins af einstökum næringarefnum, sem
franska fóðureiningin ætti margan hátt að vera betur löguð að. Eklci er hægt að gefa upp neinn
ákveðinn mun í prósentuvís sem stafar af þessu, þar sem þessi útfærsluatriði hafa mismunandi
áhrif eftir fóðurtegundum. Þegar reiknað er frá breytiorku yfir í nettóorku er hins vegar ljóst
að vegna fóðrunarstigsleiðréttingarinnar í hollenska/íslenska/norska kerfinu fæst 2,48% minni
nettóorka út úr tilteknu magni breytiorku heldur en í franska kerfinu. Á móti kemur að franska
kerfið gerir ráð fyrir um 3% meiri nettóorku til mjólkurframleiðslu í hverri mjólkurfóður-
einingu. Til að gera langa sögu stutta þá hefur verið gerður samanburður þar sem orkugildi í
tilteknum fóðurtegundum hefur verið reiknað í einingum mismunandi landa (Van der Honing
og Alderman 1988). Kemur þar m.a. í ljós að franska mjólkurfóðureiningin gefur að meðaltali
yfir 9 sýni af heyi og votheyi um 3% hærri gildi en sú hollenska. Dæmið snýst hins vegar að
nokkru Ieyti við varðandi ýmsar kjarnfóðurtegundir, einkum fituríkar. Meðaltal 31 fóður-