Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 222
214
innihald í hverju kg þungaauka er mjög breytilegt eftir aldrk kyni, búfjárstofnum og fleiru. Á
samsvarandi hátt verður þá nettóorkuþörfin til vaxtar breytileg. I erlendum fóðurtöflum (t.d.
NRC 1985, 1996, Bocquier og Thériez 1989) eru því gefnar upp mismunandi orkuþarftr til
vaxtar m.t.t. þessara þátta. Til að staðsetja íslensku búfjárstofnana sem réttast í þessu var þó
leitað fanga hjá Áströlum (Australian Agricultural Council 1990), sem hafa sett fram líkingar
sem nota má til að reikna út orkuimiihald og samsetningu vaxtaraukans hjá hinum ýmsu
kynjum. Viðmiðun í þeirn útreikningum er s.k. „staðalþungi" (Standard Reference Weight)
sem skilgreindur er fyrir hvern búfjárstofn og kyn. Staðalþunginn er sá lífþungi sem gripurinn
Itefur náð þegar þroska beinagrindar er lokið og „tómur skrokkur“ (empty body) inniheldur
250 g fitu/kg. Samsvarar þetta 3 í holdastig hjá sauðfé og holdanautakynjum (á skalanum 1-
5). en u.þ.b. 5 í holdastig hjá mjólkurkúakynjum (skalinn þar er 1-8). Notkun staðalþungans í
útreikningunum byggist á því að sterkt samhengi er á milli hans og samsetningarinnar á
vaxtaraukanum á tilteknu stigi í þroskaferlinum. Fitusöfnun nær yfirhöndinni yfir vöðva-
söfnun við hærri þunga hjá stórum kynjum heldur en smáum. Of langt mál er að gera grein
fyrir þessum jöfnum hér, en þær er að finna á bls. 42-43 í fyrrgreindri heimild (Australian
Agricultural Council 1990).
Viðhaldsþarfir lambanna í töflunum hér á eftir eru reiknaðar með sama hætti og hjá
lamgimbrum í uppeldi hér að framan. Ákvörðun á staðalþunga íslensks sauðfjár er vandasöm
og verður eklci gerð hér í eitt skipti fyrir öll, enda noklcuð víst að ekki væri rétt að miða við
sama staðalþunga hjá mismunandi fjárstofnum. Hér verður þó miðað við að staðalþungi ís-
lenskra áa sé 65 kg, sauða 75 kg og hrúta 95 kg. Með fyrirvara um staðalþungann og skort á
samanburði við íslensk rannsóknagögn er 7. tafla sett fram, enda lítil til um þetta efni. Til
glöggvunar má benda á að viðhaldsþarfir lambanna reiknast 0,28 FEm/dag hjá 20 kg lambi og
eru komnar upp í 0,56 FEm/dag hjá 50 kg lambi. Af þessu og töflunni sést að þarfirnar til
vaxtar eru býsna stór hluti af heildarþörfunum.
7. tafla. Orkuþarfir lamba (FEm/dag) til viöhalds og vaxtar, við mismunandi daglega þyngingu og líkamsþunga.
Þynging 20 kg 30 kg 40 kg 50 kg
g/dag Hrútar Sauöir Gimb. Hrútar Sauöir Gimb. Hrútar Sauöir Gimb. Hrútar Sauðir Gimb.
100 0,48 0,51 0,53 0,63 0,68 0,71 0,78 0,84 0,87 0,92 0,97 1.00
150 0,59 0,63 0,66 0,76 0,83 0,88 0,93 1,02 1,07 1,10 1,18 1,21
200 0,70 0,75 0,79 0,89 0,98 1,05 1,09 1,20 1,27 1,28 1,39 1,43
250 0,82 0,88 0,94 1,03 1,14 1,22 1,25 1,39 1,47 1,46 1,59 1,65
300 0,94 1,02 1,08 1,17 1,30 1,40 1,42 1,58 1,67 1,65 1,80 1,87
350 1,06 1,16 1,23 1,32 1,47 1,58 1,58 1,77 1,88 1,84 2,02 2,09
ORKUÞARFIR NAUTGRIPA í VEXTI
Viðhaldsþarfir verða hér reiknaðar með sarna
hætti og mælt var með í hollenska kerfinu fyrir
nautgripi í vexti (Van Es 1978). í breytiorku
(rniðað við q=0,57, kv=0,70) reilcnast þessar
þarfir vera 0,471 MJ/lcg LÞ0'7'-', sem aftur sam-
svarar 0,040 FEm/kg LÞ0,7'. Þarfirnar til vaxtar
eru reiknaðar með sömu aðferðum (Australian
Agricultural Council 1990) og fyrir lömbin, eins
og áður var getið. í 8. töflu má sjá hvaða staðal-
þunga er miðað við í útreikningunum.
8. tafla. Staöalþungi nautgripa sem gengið er
út frá viö útreikning fóöurþarfa skv. 9. töflu
Kýr Uxar Naut
íslenska kynið 430 520 600
Galloway 500 600 700
Aberdeen Angus 530 640 750
Limousin 580 690 800