Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 55
47
Ekki verður horft framhjá því, þegar tekjur bænda eru til umræðu, að alltof mörg bú eru
einfaldlega of lítil til að hægt sé að ætlast til að þau skili viðunandi ijölskyldutekjum. En
stærðin er ekki einhlítur mælikvarði og það liggur fyrir að bú af svipaðri stærð og við hlið-
stæð skilyrði gefa misjafnlega mikið af sér, eftir því hversu vel er búið.
Leiðbeiningaþjónustan þarf, með markvissari hætti en hingað til, að einbeita sér að því að
auka rekstrarvitund bænda og aðstoða þá við að bæta búreksturinn. Á annað þúsund bændur
færa nú skipulega búreikninga, en hvað eru þeir margir sem nýta búreikningana til þess að
greina reksturinn í þeim tilgangi að bæta árangur? Ég hygg og mér skilst á þeim sem gleggst
þekkja til að þeir séu tiltölulega fáir.
Hvernig á að bregðast við þessu? Flestir sem um það fjalla virðast sammála um að það
þurfi að stórauka einstaklingsbundna ráðgjöf, og það er einmitt þess vegna sem lögð er á það
rík áhersla að færa leiðbeiningaþjónustuna saman í færri og öflugri einingar, sem séu þess
umkomnar að veita slíka þjónustu. Ráðunautaþjónustan sætir vaxandi gagnrýni frá bændum
fyrir að fylgja ekki tímanum að þessu leyti, og við sem erurn í forsvari fyrir þessa starfsemi
getum eklci látið þá gagnrýni sem vind um eyrun þjóta. Við hljótum að vinna markvisst að því
að leggja stóraukna áherslu á þennan þátt, en við megum hvorki bleldcja okkur sjálfa né
bændur nteð því að halda að þetta kosti ekkert. Enda þótt við færum áherslur til og drögum úr
vinnu á öðrum sviðum verður sú einstaklingsþjónusta sem hér um ræðir óhjákvæmilega
vinnufrekari, en reynslan mun líka leiða í ljós, ef við stöndum okkur, að bændur læra að meta
þessa þjónustu og sjá sér hag í að kaupa hana.
Eins og fram er komið gera búnaðarlögin ráð fyrir því að fagráð starfi ekki einungis á
grundvelli búgreina, heldur einnig á einstökum fagsviðum. Sú ákvörðun liggur þegar fyrir að
skipa fagráð um ráðgjöf í búrekstri, sem mun taka til starfa á næstunni.
í samningum oldcar við ríkisvaldið er samkomulag um að á fyrsta fímm ára samnings-
tímanum verði áhersluverkefni, sem búnaðarsamböndin geti fengið verkefnatengd framlög út
á, bundin við rekstrargreiningu og búrekstraráætlanir. Fyrsta verk hins nýja fagráðs verður að
skilgreina lágmarkskröfur um verkefni sem geti notið framlaga. Síðan að útbúa í hendur ráðu-
nauta „rekstrar/áætlana pakka“ og hjálpargögn og standa fyrir þjálfun þeirra í að tileinka sér
þessi gögn og nauðsynlegar starfsaðferðir. Annars staðar á dagskrá þessa fundar verða flutt
erindi um búrekstraráætlanir og ný viðhorf í landbúnaðarráðgjöf, þar sem nánar verður komið
inn á hvað hér er átt við og gefst þá frekara tækifæri til umræðu.
BÚNAÐARRÁÐGJÖF OG ATVINNUÞRÓUN í DREIFBÝLI
Á dagskrá þessa fundar eru byggðamál og breyttar áherslur í starfi Byggðastofnunar og at-
vinnuráðgjöf á landsbyggðinni. Það er því eðlilegt að velta fyrir sér hlutverki leiðbeininga-
þjónustu bænda í þessu samhengi og hvaða samstarfsfletir eru milli hennar og atvinnu-
þróunarfélaga.
Ég hef þegar lýst þeirri skoðun að búnaðarráðunautar eigi fyrst og fremst að einbeita sér
að búrekstri. Engu að síður geri ég mér grein fyrir að viðfangsefni í sveitum eru fjölbreyttari,
og það er skoðun sumra að ráðunautar eigi að vera fólki til liðs við hvers lcyns vandamál og
úrlausnarefni sem tilheyra búsetu í sveitum. Vissulega er það svo að viðgangur margra sveita
mun byggjast á því hvernig til tekst með nýja atvinnusköpun sem ekki telst til landbúnaðar,
og ekki má heldur gleyma félagslegri þjónustu.
Spurningin er hins vegar hver á að gera hvað til að starfskraftarnir nýtist sem best. Þjóð-
félagið þróast stöðugt til aukinnar sérhæfmgar á öllum sviðum og atvinnurekstur hvers konar
krefst sérfræðilegra lausna. Með aukinni starfsemi atvinnuþróunarfélaga og fjölbreyttari ráð-
gjöf um atvinnusköpun eru því betri skilyrði nú en áður til að auka sérhæfingu í landbúnaðar-