Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 100
92
gæti hamlað vexti nýgræðingsins; samkeppni um ljós og næringu, illgresi, þurrkur, eiturefni
vegna niðurbrots á sinu, smádýr eða örverur. Svæðin voru völtuð tveimur dögum eftir
sáningu, úðað með illgresislyft 6 dögum eftir sáningu (9 dögum á Möðruvöllum), úðað með
skordýra- eða sveppalyfi og sina rökuð af reitum 15 dögum eftir sáningu. Sumir reitir voru
þríslegnir yfir sumarið til að hindra að nýgræðingurimi kafnaði, en ekki reyndist þörf á að
vökva mikið vegna þess að töluverð úrkoma var yfír sumarið. Fallgildrur voru settar út til að
safna smádýrum í reitum þar sem úðað var með skordýralyfi.
Pottatilraunir
Vorið 1993 (28. maí) voru teknir hnausar (18 sm þvermál, 40 sm dýpt) úr þrernur mýratúnum
á tveimur bæjum. Möðruvöllum og Baldursheimi, bæði lcölnum og ókölnum blettum og þeir
settir í potta. Líkt var handvirkt eftir sáðröð ísáningarvélariimar í kross þvert yfír pottana og
10 fræjurn af vallarfoxgrasi og 10 fræjurn af rauðsmára sáð í raðirnar og pottamir settir við
10°C undir Ijós innandyra. Grasið var klippt 7. júlí, en spírun metin 28. ágúst.
Vorið 1995 (13. júní) voru aftur teknir lmausar úr þremur blettum (18 sm þvermál, 22 sm
dýpt) á Miðmýrinni á Möðruvöllum. Var eitm úr nýlega endurræktuðu túni en hinir úr eldri
hluta túnsins, annar úr ókölnum bletti, hinn úr kölnum bletti. Urn haustið var arfi í endurunnu
pottunum, arfi og varpasveifgras í þeim kölnu, en arfi og vallarsveifgras í þeim ókölnu. Var
vallarfoxgrasi og rauðsmára sáð á sama hátt og áður í pottana. Jarðvegssýni voru tekin um
haustið og reyndist efnaástand gott, nema hvað K-tala jarðvegsins var óþarflega lág (0,4-0,8).
Helmingur af pottunum var kalkaður og helmingur úðaður (11. júlí) með blöndu af skordýra-
og sveppaeitri (Permasect og Orthocid 83). Mæld var spírun og lengd plantna þegar leið á
sumar.
Vorið 1997 voru miklar kalskemmdir á Norðausturlandi. Voru þá teknir 37 hnausar víðs
vegar, bæði úr kölnum og ókölnum blettum, og í þá sáð 5 vallarfoxgrasfræjum og þeir hafðir
innandyra. Ekki reyndist unnt að greina nýgræðinginn frá öðrum gróðri þegar leið á surnar,
enda þótt gróðri væri haldið niðri með klippingu.
Vinnustofutilraunir
Arið 1993 var í tveimur tilraunum athuguð spírunar- og vaxtarhindrandi áhrif sinu og moldar
á vallarfoxgras (Adda) og rauðsmára (Bjursele). Vegna þess að viðmiðanir voru í hreinu vatni
og án áburðargjafar er erfitt að meta áhrifin og er þessum tveimur tilraunum því sleppt í
samantekt þessari.
Vorið 1994 (27. maí) voru enn gerðar spírunar og vaxtarprófanir á vallarfoxgrasi og rauð-
smára á mold og sinu úr Miðmýri. Voru annars vegar prófuð áhrif skolvökva, hins vegar áhrif
moldar og sinu undir filterpappír. Auk sinu var prófað bæði yfirborðslag (0-2,5 sm) og undir-
lag (2,5-5,0 sm) í dauðum og lifandi blettum. Viðmið var vatn, en í öll sýni var bætt áburði
(Súperba). Plönturnar voru metnar eftir 20 daga vöxt við 20°C.
Sumarið 1995 (14. júní) voru gerðar spírunar- og vaxtarprófanir á vallarfoxgrasi og rauð-
srnára á mold úr Miðmýri. Var prófað endurræktað tún, þar sem ísáning hafði tekist, lifandi
gamalt tún og kalblettur. Til að tryggja sig gegn efnaskorti var settur alhliða áburður í
lausnina (Superba). Prófað var að kalka eða láta ókalkað og prófúð var yfirborðslag (0-2 sm)
samanborið við undirlag (8-10 srn). Var þetta gert bæði í upplausnarvökva og með mold
undir þerripappír. Vöxtur var metimr eftir 36 daga vöxt við 10°C.
Sumarið 1997 var spírun hreðkna prófuð í skolsýnum af hnausunum 37 úr kölnurn og
ókölnum blettum, sem safnað var víða á Norðausturlandi um vorið. Var skolsýnið tekið
þannig að 600 rnl af vatni var hellt þrisvar í gegnurn hnausinn á sigti og var skolvatnið síðan
geymt frosið. Þetta voru 8 sm þyklcir hnausar með 21 sm þvermál, bæði af kölnum og