Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 186
178
Algengast var aö háin væri slegin upp úr hádegi (72% tilvika). Hirðing fór jafnan fram á
bilinu kl. 14-17 (68% tilvika). Háarslátturinn er því verk sem unnið er á milli rnála - senni-
lega í meira rnæli en fyrri sláttur, enda eru dagar þá lengri og jafnmeiri verðmæti undir. Sú
skipan virðist ráða meiru en það að stefnt sé að tilteknu þurrkstigi háarinnar við hirðingu. Má
huga betur að þessu atriði þegar að nýtingu hennar og lystugleika kemur.
Vinna við öflun háarinnar
Bændur skráðu alla vinnu við háarheyskapinn. Vimian var sýnilega lítil; aðeins 1,6 klst/t þe.
Yfirfært á ársþörf mjólkurkúa fyrir hey - sem ætla má 4 tonn þurrefnis - nemur vinnan aðeins
6-7 klst/kú. Sambærileg tala byggð á athugun á iýrri sláttar heyskap 1996 er 8-9 klst/kú
(Daði Már Kristófersson og Bjarni Guðmundsson 1998). Breytilegur kostnaður við há er því
síst meiri en við fyrri sláttar hey.
Gœói háarinnar - mœld og metin
Gæði háarinnar eftir verlcun og geymslu voru annars vegar mæld í meltanleika hennar og
próteinmagni og hins vegar metin af bændunum sjálfum. Sé fyrst vikið að gæðurn hráefnisins
reyndust þau vera sem hér segir; til samanburðar eru gæðatölur heys af fyrri slætti á sömu
spildum:
6. tafla. Meðaleinkenni heys af atliugunarspildum við hirðingu.
Meöaltal Staðalfrávik
Há
Þurrefni, % 62 14
Meltanleiki þurrefnis, % 76,0 4,8
— reiknað orkugildi. FEm/kg þe. 0,89 0,07
Hráprótein, g/kg þe. 189 28
Fvrri sláttur
Þurrefni, % 62 14
Meltanleiki þurrefnis, % 78,6 5,6
— reiknað orkugildi, FEm/kg þe. 0,93 0,09
Hráprótein, g/kg þe. 171 30
Það er lítill munur á fyrri sláttar heyi og há. Meginlrluta heysins hefur mátt flolcka sem
gæðaliey að efnagildi. Athuguð voru álnif aldurs háarinnar á rnælt fóðurgildi hennar (við
gjafir). Aldur var talinn í dögum sem liðið höfðu á milli slátta (x). Sambandinu mátti lýsa
með þessum líkingum:
Orkugildi, FEm/kg þe.: y=0,98-0,0026x ... r2=0,068 P>0.10
Hráprótein, g/kgþe.: y=277-2,062x ...r2=0,451 0,05<P<0,01
Tengsl orkugildis háarinnar við aldur eru afar óljós en skýr hvað snerti hrápróteinið.
Hugsanlegt er að aðrir þættir. t.d. grastegundir, yflrgnæft áhrif aldurs og þroska á orkugildi
háarinnar.
Bændur greindu og skráðu ríkjandi grastegund (-ir) á hverri spildu. Mest fór fyrir vallar-
foxgrasi og vallarsveifgrasi. sem hvor um sig var talin ríkjandi á 40% spildna í gagnasafninu.
Meðalefnamagn heysýnanna var eins og 7. tafla sýnir, skipt eftir ríkjandi grastegund á spildu.
Breytileiki innan hvers flokks er allmikill. Því þarf að túlka mismun meðaltalna með
nokkuiTÍ varúð. Vallarfoxgrasið hefur venju samkvæmt heldur vinninginn hvað orkugildi
snertir en liggur lægst í hrápróteini.