Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 299
291
vart höfuðborgarsvæðinu og einstök vaxtarsvæði gagnvart hverju öðru. Þar dugir ekki at-
vinnan ein og sér til að draga fólk til búsetu á landsbyggðinni. Víða háttar svo til að atvinna er
næg, en einhæf og gerir litlar kröfur til þeirrar auðlindar sem í fólkinu býr. í framtíðinni
verður æ meira byggt á memituðu og hæfu vinnuafli, sem og á nýsköpun er sprettur úr
rannsóknum og þróunarstarfi. Til að fullnægja skilyrðum samkeppnishæfninnar þarf atvimiu-
rekstur því jákvætt félagslegt umhverfi, þróttmikið menntakerfi sem styður atvinnulífíð og
ríkisafskipti sem beinist að nýsköpunarhvatningu frekar en vemd framleiðsluhátta fortíðar.
í stefnumótandi áætlun í byggðamálum er lögð áhersla á umijöllun um til hvaða ráð-
stafana ríkisvaldið geti gripið til að bregðast við búsetuvanda á svokölluðum jaðarsvæðum.
í þingsályktunartillögu um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998-2001 sem liggur fyrir
Alþingi, er þetta atriði tekið til sérstakrar umfjöllunar. Þar er m.a. lagt til að „Sköpuð verði
skilyrði til þess að styðja sérstaklega aðgerðir á afmörkuðum svæðum þar sem veruleg röskun
verður á atvinnuháttum og búsetu. Sérstaklega verði hugað að aðgerðum í byggðum þar sem
atvinnulíf er fábreytt og útgerð á í vök að verjast. I þeim sveitum sem byggja nær eingöngu á
sauðfjárrækt og samgöngur hindra atvinnusókn í önnur byggðalög verði hugað að aðgerðum
sem gætu m.a. falist í breyttum áherslum í ráðstöfun beingreiðslna með tilliti til byggðar-
sjónarmiða“.
Nauðsynlegt er því að afmarka þau svæði sem hér um ræðir. Þróunarsvið Byggðastofn-
unnar hefur unnið að skilgreiningum er miða við skiptingu sveitarfélaga á landsbyggðinni í 3
tlokka, eftir því hve vandi þeirra er mikill. A grundvelli þeirrar svæðaskiptingar er síðan hægt
að leggja til aðgerðir í atvinnu- og byggðalegu tilliti. Svæði þessi hafa gengið undir vimiu-
heitinu „atvinnuþróunarsvæði".
Við skilgreiningu atvinnuþróunarsvæða er gerum við tillögu um að landinu verði skipt
niður í atvinnuþróunarsvæði I, II og III. Misjafnir mælikvarðar, ásamt mismunandi vægi ein-
stalcra þátta, eru notaðir eftir því hvort um er að ræða þéttbýli, dreifbýli með þéttbýliskjarna
eða dreifbýli. Sértækar aðgerðir koma til greina á atvinnuþróunarsvæðum I og II, þó mest
áhersla verði lögð á eflingu/styrkingu svæða þar sem staða mála er hvað alvarlegust, þ.e. á
svæðum sem skilgreinast sem atvinnuþróunarsvæði I. Vegna þess hversu alvarleg staða dreif-
býlisins er þýðir þessi flokkun ekki að staða byggða sem flokkast sem atvinnuþróunarsvæði
III sé á traustum grunni. Byggðir sem tilheyra þeim flokki standa oft á tíðum ótraustum fótum
og þarf lítið útaf að bera til að staðan á tiltölulega stuttum tíma versni til mikilla muna.
Mælikvarðar sem notaðir eru við þessi frumdrög stöðugreiningar dreifbýlisins eru eftir-
farandi:
Hámarksvægi
• Þéttleiki byggðar ~10%
• Breytingar á íbúafjölda s.l. 5 og 10 ár -35%
• Fækkun ársverka í landbúnaði s.l. 5 ár og 10 ár -15%
• Atvinnusamsetningu (einhæfni atvinnulífs) -15%
• Frávik meðaltekna í landbúnaði frá landmeðaltali -10%
• Frávik meðaltekna íbúa frá meðalt. allra atvinnugreina -15%
Enn fleiri viðmið eru til skoðunar, s.s. um skólakerfi (er 10. bekkur í grunnskóla?, frarn-
haldsskóli? o.s.frv.), heilbrigðisþjónustu og Ijarlægðar frá þjónustukjarna. Að nokkru er litið
til nágrannalanda okkar í þessu samhengi, og þá sérstaklega til Noregs þar sem slík aðferða-
fræði hefur verið notuð í nokkum tíma, þó viðmið og vægi séu þar önnur en hér (t.d. atvinnu-
leysi).
Gefín er einkunn fyrir hvern þátt sem tekin er til skoðunar (heildarstigaQöldi er 14 stig),
og fundin meðaleinkunn fyrir viðkomandi svæði sem þá endurspeglar stöðu svæðisins.
L