Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 162
154
NIÐURSTÖÐUR
Ahrif heygeróa ogforþurrkunar
í 4. töflu er sýnt hvernig fóðurgildi. plöntusýrur, gerjunarafurðir og sykrur eru í heygerðunum
frá 1996 í upphafi verkunartímans. Verulegur munur er á þurrkstigi eftir heygerðum og
einnig, eins og síðar mun koma fram, á milli þurrkstiga innan heygerða. Þess vegna er ekki
liægt að gera beinan samanburð á árangri verkunar á milli allra heygerða. Má segja að þurrk-
stiginn spanni allan skalann (17-75%). Meltanlegt þurrefni er á bilinu 61% í snarrótinni til
74% í háliðagrasinu. Hrápróteinið er einnig breytilegt og var frá bilinu 11% í vallarfoxgrasinu
til 21% í rýgresinu.
4. tnfla. Fóöurgildi, piöntusýrur, gerjunarafurðir og sykrur í heygerðum frá sumrinu 1996 (að undaskildu háliða-
grasinu) í upphafi verkunartímans (0-2 dögum eftir pökkun).
Snarrót Vallar- foxgras Heygerð Vallar- sveifgras Bygg Rýgresi m.m.m.a) Meðaltal
Þurrefni, % 67 55 62 19 22 6,0 47
Meltanleiki, % í þe. 61 69 67 69 72 2,0 68
Hráprótein, % í þe. 13,6 11,4 16,2 16,8 20,9 1,1 16,3
Plöntusýrur
Oxalsýra, g/kg þe. 0,0 9,6 5,2 0,4 1,0 1,38 2,3
Sítrónusýra, g/kg þe. 1,4 1,2 1,5 3,7 3 0,50 1,8
Eplasýra, g/kg þe. 5.7 10,8 8,2 6,4 12,9 3,15 7,5
Gerjunarafurðir
Mjólkursýra, g/kg þe. 0,6 2,8 1,7 2,4 3,0 0,98 1,5
Ediksýra, g/kg þe. 0,2 0,3 0,2 0,9 2,3 o.m.s. 0,4
Smjörsýra, g/kg þe. 3,1 0,6 1,5 0,0 0,0 o.m.s. 1,9
Etanól, g/kg þe. 0,2 0,9 0,5 0,2 0,9 o.m.s. 0,4
N bundið í NH-„ % 0,8 1,2 1,4 3,2 1,8 e.m. 4,8
Sýrustig, pH 6,3 6,3 6,3 6,5 6,5 0,09 6,3
Sykrur
Frúktanar. g/kg þe. 62 50 59 71 97 9,1 64
Sukrósi, g/kg þe. 56 31 49 20 15 15,2 43
Glukósi, g/kg þe. 30 31 36 24 44 5,7 32
Frúktósi, g/kg þe. 45 30 40 33 50 5,2 42
VLS alls, g/kg þe.h) 202 150 192 151 205 21,6 189
a) m.m.m. = minnsti marktæki munur (P=0,05), e.m. = ekki marktækur munur á meðaltölum, o.m.s. = of mikil
skekkja (cv> 100%).
b) VLS = Vatnsleysanlegar sykrur (á ensku WSC).
Plöntusýrur eru þær kallaðar sem eru eðlileg milli- eða lokastig í þeim efnaferlum sem
fram fara í lifandi plöntum. Við verkun geta sölt þessara sýra haít áhrif á buffervirkni í
grasinu (ásamt súlfötum, nitrötum, fosfötum og klóríðum). í milclu magni geta þær því dregið
úr mjólkursýrumyndun og súrnun (McDonald o.fl. 1991). Athyglisvert er að í vallarfox- og
vallarsveiígrasi er talsvert magn oxalsýru, en er vart mælanleg í bygginu og í snarrótinni
mælist hún alls ekki. Hvað sítrónu- og eplasýru varðar, sem eru þær plöntursýrur sem eru í
mestu magni í plöntum, er tegundamunurinn minni. Þó er yfirleitt talsvert meira af þeim í
grænfóðrinu heldur en í Qölæru grösunum.
Eins og við er að búast fer lítið fyrir gerjunarafurðunum í upphafssýnunum og er tegunda-
munur lítill, en þó mælist mest af þeim í rýgresinu. Talsverður munur er á sykrusamsetningu
og heildarmagni vatnsleysanlegra sykra (VLS) á milli heygerða. Hér skal bent á að ekkert
samband virðist vera á milli heildarsykrumagns og meltanleika þurrefnis. Þannig mælist eitt
mesta sykrumagnið í snarrótinni, sem er með minnsta meltanleikann, en háliðagrasið, vallar-