Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 298
290
• Einhæfs atvinnulífs.
• Aðstöðumunar til menntunnar.
• Verri almennra lífsgæða, en í hugtakinu „almenn lífsgæði“ felast m.a. húshitunar-
kostnaður, samgöngur og verðlag og verslunarþjónusta.
Búferlaflutningar innanlands eru í stórum dráttum liður í ákvörðunum sem tengjast námi,
stofnun heimilis og atvinnuleit að námi loknu. Mjög náið samband er á milli mats íbúa ein-
stakra landshluta á búsetuskilyrðum byggðalagsins og fólksfjöldaþróunar.
Flestir íbúar hættusvæðanna. þ.e. þeirra svæða sem langflestu fólki hafa tapað á s.l. árum,
eru óánægðir með húshitunarkostnað, næstmest er óánægjan með verðlag og verslunarað-
stæður, þá lcemur lagning og viðhald vega, tekjuöflunarmöguleikar, atvinnutækifæri, hús-
næðiskostnaður almennt, framboð hentugs húsnæðis, atvinnuöryggi og framhaldsskólamál.
Áberandi er almenn ánægja með marga þætti opinberrar þjónustu, t.d. grunnskólamál, og sú
óánægja sem fram kernur og tengist menntamálum beinist að stærstum hluta að málefnum
framhaldsskólans.
Yfirlit um byggðaþróun síðustu áratugi, auk samantektar rannsókna sem framkvæmdar
hafa verið á þróuninni. eru forsendur fyrir raunhæfum tillögum sem hafa það að markmiði að
draga marktækt úr fólksflutningum af landsbyggðinni. Sú samantekt leiðir m.a. í ljós að:
• Stærð byggðakjarna er lykilatriði til að skýra búferlaflutninga á Islandi. Fámennar
byggðir hafa reynst vanmegnugar að veita þá þætti sem nútímafólk sækist eftir, þ.e.
fjölþætt atvinnulíf, fjölbreytt námsframboð á framhalds- og háskólastigi, viðunandi
húsnæðiskosti, gott vöruúrval, lágt vöruverð og margvíslega menningu og afþrey-
ingu.
• Breytt samsetning og staða fjölskyldunnar, þar sem sífellt fleiri framleiðslu- og um-
önnunarþættir hafa færst frá henni til opinberra stofnana og/eða markaðsafla, gera
hana mun háðari fjöldamarkaði en áður. Þessi þróun hófst í fjölmennara þéttbýli og
jókst með aukinni atvinnuþátttöku kvenna.
• Tengsl náttúruauðlinda og búsetu hafa rofnað að undanförnu fyrir tilstilli upplýsinga-
tækni og bættra samgangna. Urn er að ræða byltingarkenndar breytingar, sem gera
m.a. það að verkum að sjávarútvegsfyrirtækin eru eklci lengur tengd ákveðnu
byggðarlagi í nálægð við gjöful fiskimið.
• Alþjóðavæðing atvinnulífs eykst með ári hverju svo nánast öll atvinnustarfsemi í
landinu verður að standast alþjóðlegan samanburð. Lítil fyrirtæki á landsbyggðinni
með takmarkaða þekkingu og oft litla reynslu af alþjóðaviðskiptum standa höllum
fæti í slíkri samkeppni.
• Víða um land er hlutfall frumatvinnugreina hátt, en stór hluti fólks á höfuðborgar-
svæðinu fæst aftur á móti við vaxtargreinarnar sem tengjast mennta- og heilbrigðis-
kerfí, verslun og þjónustu ýmiskonar. Landsbyggðin hefur þannig reynst mun verr í
stakk búin til þess að bjóða ungu vel menntuðu fólki upp á störf við hæfi.
I ritinu „Byggðastefna til nýrrar aldar“ er því haldið fram að stjómvöld þurfí að beita sér
fyrir því að efla ákveðin vaxtarsvæði utan höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að styrkja
byggðina, þannig að hún geti boðið upp á lífsskilyrði sem nútímafólk sækist eftir. Mikilvægir
ákvörðunarþættir sem snúa að stjórnvöldum felast í aðgerðum til að auka fjölhæfni atvinnulífs
á landsbyggðinni. efla grunnskólastarf og auka námsframboð og gæði á framhalds- og há-
skólastigi, tryggja góðar flug- og vegasamgöngur og Qarskipti, efla opinbera þjónustu og nota
tiltækar aðgerðir til þess að tryggja lágt vöruverð um Iand allt.
I markaðsvæðingu nútímasamfélags er lykilorðið samkeppnishæfni. Hvar sem á samfé-
lagið er litið ríkir margháttaður samanburður á milli einstaklinga, stétta, fyrirtækja, byggðar-
laga o.s.frv. Eigi landsbyggðin að blómgast verður búseta þar að vera samkeppnishæf gagn-