Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 218
210
ICerfi NOv MJ/dag NOm MJ/dag Breytiorka MJ/dag
Frakkland 5,68 9,47
Bretland 5,55 7,90
Holland 4,80 8,00
Ástralía 5,66 8,06
Bandaríkin 5,66 8,06
Bundaríkin. Þar er gengið út frá því að nettóorkuþörf til viðhalds (MJ) sé 0,234xLÞ°'75, sem er
nánast sama formúla og í franska kerfínu, og gefur nettóorkuþörf fyrir 70 kg á sem nemur
5,66 MJ, eða 8,06 MJ breytiorku, miðað við nýtingarstuðulinn kv=0,70.
Samantekt. Kerfunum sem hér hafa verið slcoðuð reikna út viðhaldsþarfir með mismunandi
hætti. Áströlsku og bresku breytiorkukerfin gefa á margan hátt víðtækasta möguleika. En fyrir
almenna notlcun í gegnum handbækur og töflur er æskiiegt að vera með sem einfaldast kerfí
sem þó gefur ásættanlega nákvæmni. Ein tegund fóðureininga er hluti af þeirri kröfu. Því
verður hér miðað við að nota svipaða framsetningu og í franska kerfinu á viðhaldsþörfum áa,
en að endurskoða þarfirnar út frá samanburði við önnur kerfi. Sú framsetning sem notuð er í
franska kerfinu, sem og því bandaríska, þ.e. að reikna viðhaldsþarfir beint út frá efnaskipta-
þunga, uppfyllir þá kröfu.
Eins og tekið er saman í 3. töflu ber 3. tafla. Orkuþarfir til viöhalds fyrir 6 vetra, 70 kg ær
kerfunum sem hér hafa verið rædd að skv- hinum ýmsu kerfum.
mestu leyti mjög vel saman um viðhalds-
þarfir áa, þrátt fyrir eilítið mismunandi
reikniaðferðir. Það þarf ekki að koma á
óvart þar sem þau byggja í meginatriðum á
sömu grunnrannsóknum. í töflunni má þó
sjá tvær mikilvægar undantekningar.
Annars vegar eru breytiorkuþarfir skv.
franska kerfinu mun hærri en í öðrum kerf-
Lim. Hins vegar eru nettóorkuþarfirnar mun
lægri í hollenska kerfinu. Skýringin á
þessu er eftirfarandi:
Mjólkurfóðureiningakerfm voru þannig hugsuð í upphafi (Van Es 1975, 1978) að rétt
væri að nota einn sameiginlegan k-stuðul fyrir viðhald og mjólkurframleiðslu. Það var þó
vitað að með því að taka beint upp íyrri viðmiðanir, t.d. frá Bretlandi, um breytiorkuþarfir til
viðhalds og reikna þær yfir í nettóorku til mjólkurmyndunar (mjólkurfóðureiningar) skv. km
stLiðlinum fengjust út óeðlilega háar viðhaldsþarfir. Til að leiðrétta fyrir þessu voru viðhalds-
þarfir (ntældar í nettóorku/FEm) lækkaðar í hollenska kerfinu (Van Es 1978). Þetta hefur hins
vegar greinilega ekki verið gert í franska kerfmu fyrir sauðfé, svo að útkoman verður óeðli-
lega háar viðhaldsþarfir. Þó svo að nettóorkutalan virðist í lagi hjá Fröklcunum er hún það
ekki, því að þarna er um að ræða nettóorku til mjólkurframleiðslu sem er alls ekld það sama
og nettóorka til viðhalds. Vegna þess að um er að ræða nettóorku til mjólkurffamleiðslu er
notaður k„, stuðullinn til að.reikna yfir í breytiorku, og vegna þess að km er lægri en kv þá
verður útkoman óeðlilega há breytiorkuþörf.
Tillaga um nýja útfœrslu. Byggt á ofansögðu er hér lagt til að miðað verði við að nettóorku-
þarfir áa til viðhalds á innistöðu séu reiknaðar sem 0,235 MJ NOv á hvert kg efnaskiptaþunga.
Þetta þarf að reikna yfir í mjólkurfóðureiningar. Það er gert með þeim hætti að reikna fyrst
NOv yfir í BO og síðan BO yfir í FEm. Miðað er sem fyrr við að q sé =0,57 og þ.a.l. kv=0,70
og km= 0,60;
NOv yflr í BO: 0,235 MJ NOv =0,235/0,70 =0,336 MJ BO
BO yfir í FEm: 0,336 MJ BO =0,336x0,60x0,9752/6,9 =0,028 FEm
Með öðrum orðum er lagt til að viðhaldsþarfir áa verði reiknaðar með eftirfarandi for-
múlu:
0,75
FEm til viðhalds =0,028xLÞ'