Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 18
10
þeirra til að tryggja sér aðgang að þessu starfi. Einhver búnaðarsambönd hafa þegar mótað sér
umhverfisstefnu, og að minnsta lcosti eitt þeirra á fulltrúa í þeim starfshópi sem hefur yfir-
umsjón með Staðai'dagslcrárstarfmu í viðkomandi sveitarfélagi.
ÁLYKTANIR OG LOKAORÐ
Landbúnaður hefur margvísleg álirif á umhverfið. í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefúr sér stað
í heiminum á síðustu árum og áratugum verður sífellt mikilvægara að þessi áhrif séu tekin
með í reikninginn við stefnumótun og ákvarðanatöku. Ahrif á gæði lands og jarðvegs eru
lykilatriði hvað þetta varðar á Islandi.
Mikilvægt er að tekið sé tillit til efnahagslegs verðmætis lands í öllum útreilcningum á
arðsemi framkvæmda. Þetta verðmæti er elcki aðeins bundið við þau not sem hafa má af
landinu i atvinnustarfsemi í náinni framtíð, heldur felst það eimiig í gildi þess að landið slculi
yfirleitt vera til í upprunalegri mynd. Akvarðanatalca þarf því að byggjast á fleiri forsendum
en venja er að nota í þessu samhengi.
Landbúnaðurinn á Islandi getur lagt mikið af mörkum til sjálfbærrar þróunar. Áætlana-
gerð til langs tíma og meðvituð og ábyrg notlcun lands eru grundvallaratriði í þessu sambandi.
Skipuleggja þarf landnotlcun þannig að elcki sé gengið á þá miklu auðlind sem í landinu býr.
Þetta felur m.a. í sér að gera þarf langtímaáætlanir um hvaða hlutar landsins henti best til til-
tekinnar ffamleiðslu. Stefna þarf að aukningu á gæðum lands og jarðvegs. Slílc stefnumótun
verður að byggjast á vandaðri álcvarðanatöku. Stjómvöld, bæði ríkisstjórn og sveitarstjórnir,
þurfa að setja sér skýr markmið. Þar er eðlilegt að kostir lífræns landbúnaðar séu skoðaðir
sérstaklega. Bændur og samtök þeirra þurfa að aðstoða við þessa marlcmiðssetningu. I þeirri
vinnu verður að hafa hag komandi lcynslóða að leiðarljósi, en forðast ber að einblína á
stundarhagsmuni.
Þjóðin ber ábyrgð á þeim náttúruverðmætum sem henni hafa verið falin. Hérlendis er að
finna mörg sérstæð náttúrufyrirbæri sem ekki má fórna nema tryggt sé að það sé komandi
kynslóðum, hérlendis sem erlendis, fyrir bestu. Á sama tíma hefur Island milcla möguleika á
að miðla umheiminum af landbúnaðarframleiðsiu í takt við hugmyndafræðina um sjálfbæra
þróun.
HEIMILDIR
Cowell, Sarah J. & R. Clift, 1995. Life Cycle Assessment for Food Production Systems. The Fertiliser Society,
Peterborough.
Hansson, Lars. (International lnstitute for Industrial Environmental Economics, Háskólinn Lundi, Svíþjóð).
Munnleg heimild.
Keating, M., 1995. The Earth Summit's Agenda for Change: A Plain Language Version of Agenda 21 and the
Other Rio Documents. Centre for Our Common Future, Genf.
Sigríður Agústa Asgrímsdóttir, 1998. Verómœtamat á náttúru, minjum og útivisl á fyrirhuguóum virkjana-
svœóum i Skagafirói. Ritgerð til meistaraprófs í hagfræði, Háskóli íslands.
Stefán Gíslason, 1998. Purchasing Organic Food. Obstacles on the Way Towards a New Ethical Lifestyle. MSc-
ritgerð, Háskóiinn í Lundi, Svíþjóð, International institute for Industrial Envrionmental Economics.
Stefán Gíslason, 1998. Staðardagskrá 21. Samstarfsverkefni. Fyrstu drög aó kynningarefni fyrir þátttökusveitar-
félög. Umhverfisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga, óbirfhandrit.
Tilman, D, 1998. The Greening of the Green Revolution. Nature 396: 211-212. (http://www.namre.com/server-
iava/Propub/nature/39621 IAO.docframe (14. ian. 1999).
Turner, R.K., D. Pearce & I. Bateman, 1994. Environmenlal Economics. An Elementaty Introduction. Harvester
Wheatsheaf, London.
World Commission on Environment and Development, 1987. “Our Common Future”. Oxford University Press.
J