Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 96
88
prósentueiningum, en 34 einingum þar sem hún var minnst, þannig að munurinn á milli túna
var mikili. Minnkunin fyrstu tvö árin var að meðaltali 13 prósentueiningar á ári, en rúmar 8
næstu fjögur. Að meðaltali minnkaði hlutur vailarfoxgrass um 10 prósentueiningar á ári þessi
sex ár. Þetta er mjög svipuð rýmun og Guðni Þorvaldsson (1994) fékk í úttekt á íslenskum
túnum, sé miðað við fyrstu 6 árin þar. Jónatan Hermannsson og Áslaug Helgadóttir fengu
svipaða tölu en þó ívið lægri (7%), en þau byggja sínar niðurstöður á þunga en hér er miðað
við þekju.
Heldur meira hefur gengið á vallarfoxgrasið í mýrartúnunum en hinum, 67 prósentu-
einingar á móti 54 í móatúnunum. Ekki var hægt að sjá skýran mun eftir meðferð túnanna,
enda ekki auðvelt að skipta þeim upp eftir meðferð. Túnin voru flest slegin frekar snemma og
ýrnist tvíslegin eða einslegin og beitt. Meðferðin var þó oft breytileg milli ára. Við þekkjum
það hins vegar úr öðrum rannsóknum að vallarfoxgras lifir mun betur þar sem það er slegið
seint (Jónatan Hermannsson og Áslaug Helgadóttir 1991). Það er þó greinilegt að breyti-
leikinn er mikill í endingu þess þótt ekki muni miklu á sláttutíma. Þama koma til t.d. jarð-
vegsáhrif (raki, sýrustig, loftrými, næringarefni o.fl.). Jarðvegsskilyrði sem eru óhagstæð
vallarfoxgrasinu geta verið hagstæð öðrum tegundum og bætt samkeppnisstöðu þeirra.
Vallarfoxgrasi var sáð hreinu í fjögur tún og þar hefur rýrnun þess verið heldur minni en í
hinum. Þrjú þessara túna eru hins vegar á sama bæ og því ekki hægt að draga miklar ályktanir
af þessu. í heildina virtist rýmun vallarfoxgrass ekkert minni þar sem mest hafði verið af því
fyrst eftir sáningu.
1. tafla. Hlutdeild einstakra tegunda í túnunum árin sem þau voru
skoðuð (%). Meðaltal 24 túna.
1992 1994 1998
Vallarfoxgras 87,62 61,28 27,80
Vallarsveifgras 1,26 5,68 23,52
Túnvingull 4,84 17,28 8,26
Língresi 0,34 1,24 5,10
Snarrótarpuntur 0,09 2,83 7,59
Knjáliðagras 0,89 5,59 12,91
Varpasveifgras 1,21 2,28 8,02
Haugarfi 1,00 0,34 2,54
Vegarfi 0,03 0,20 1,74
Túnsúra 0,08 0,31 0,27
Brennisóley 0 0,18 0,13
Skriðsóley 0 0 0,02
Túnfífill 0,01 0,03 0,21
Skarififill 0,04 0,08 0,62
Annaða) 0,10 0,10 0,39
Eyða 2,49 2,58 0,88
a) Hvítsmári, vallhumall, blóðarfi, sauðvingull, hundasúra, hjart-
arfi, vallhæra, njóli, hrafnaklukka, maríustakkur og fjalldala-
fifill.
Það vekur athygli þegar 1. tafla er skoðuð að túnvingull eylcst verulega fyrstu tvö árin (úr
5% upp í 17%), en minnkar svo aftur niður í rúm 8%. í flestum tilfellum er þetta Leik tún-
vingull, sem reynst hefur mjög harðger hér á landi. Þar til farið var að nota Leik var tún-
vingull ekki mjög áberandi í sáðsléttum, þar sem A- eða V-blanda hafði verið notuð. Leik
hefur greinilega verið aðgangsharður fyrstu árin, en síðan látið undan síga fyrir öðmm
tegundum, þó ekki allsstaðar.