Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 278
270
Þegar borið var saman fé sem sýkst hefiir af riðu og heilbrigt fé úr riðuhjörðum kom í ljós
marktækur munur á tíðni ákveðinna arfgerða príongensins milli þessara tveggja hópa. í riðufé
sást marktæk aukning á arfgerð, þar sem amínósýran valine hefur komið í stað alanine á stað
númer 136 (3. tafla). í riðufé eru tæp 60% annað hvort arflirein (14%) eða arfblendin (45%)
um þessa arfgerð, en aðeins um fjórðungur af heilbrigða fénu (4% arfhrein og 21% arf-
blendin), og virðist hún á einhvern hátt auka næmi fjárins fyrir riðusmiti. Arfgerðin
VIj6RI;,4Q171 hefur því verið skilgreind sem áhættuarfgerð í íslensku fé. (Bókstafimir standa
fyrir amínósýrur, en tölustafirnir visa í tilsvarandi set í príongeninu). A stað 154 hins vegar er
ávallt amínósýran arginine (R) í riðufé, en í heilbrigðu fé frnnst einnig histidine í litlum rnæli
(4-9%). Þessi munur, sem er tölfræðilega marktækur, bendir til að það að hafa histidine á stað
154 minnki áhættu á riðusmiti. Arfgerðin A,j6H154Q171 hefur verið skilgreind sem hugsanlega
verndandi arfgerð eða arfgerð með litla áhættu. Þessar niðurstöður eru í nokkuð góðu sam-
ræmi við niðurstöður sem fengist hafa við rannsóknir á erlendum fjárkynjum (Hunter o.fl.
1997, Smitso.fl. 1997).
3. tafla. Tíðni samsæta í táknum 136, 154 og 171 í príongeni riðufjár borið saman
við einkennalaust fé úr riðuhjörðum.
Einkennalaust X2
Tákni Samsætur Riðufé fé úr riðuhjörðum df=l P
136 V/V 13 (14,1%) 7 (3,9%) <0,0001*"
136 A/V 41 (44,6%) 38(21,2%) 32,71
136 A/A 38(41,3%) 134(74,9%)
154 H/H 0 (0%) 0 (0%)
154 H/R 0 (0%) 11 (6,1%) 4,33 0,0375*
154 R/R 92 (100%) 168 (93,9%)
171 Q/Q 92(100%) 179(100%)
171 Q/R 0 (0%) 0 (0%)
171 R/R 0 (0%) 0 (0%)
Alls 92 179
1 4. töflu má sjá lista yfir arfgerðir sem fmnast í íslensku fé og taldar eru skipta máli fyrir
riðunæmi. Arfgerðúnum hefur verið raðað í sex flokka eftir því hve áhættan er talin mikil (sjá
skýringar með töflu) (Stefanía Þorgeirsdóttir og Ástríður Pálsdóttir 1998).
4. tafla. Flokkun arfgerða með tilliti til riðunæmis. Arfgerðir príongens íslensks sauðfjár flokkaðar með tilliti til
riðunæmis þannig að áhættan eykst eftir því sem númer flokks hækkar. Hver arfgerð samanstendur af upp-
lýsingum um breytileika á sitt hvorum litningi hvers einstaklings.
Flokkur Arfgerð Skýringar á flokkum
1 AHQ/AHQ Mjög litlar líkur á riðu. Afar sjaldgæf arfgerð. Hefur ekki fundist í riðufé.
2 AHQ/ARQ Litlar líkur á riöu. Hefur ekki fundist í riðufé á íslandi.
3 ARQ/ARQ Einhver liætta á riðu. Algengasta arfgerðin í íslensku fé.
4 AHQ/VRQ Hefur ekki fundist í riðufé, en ber að forðast vegna áhættuarfgerðar. Helmingur afltvæma erfir áhættuarfgerð.
5 ARQ/VRQ Mikil hætta á riðu. Finnst marktækt oftar í riðufé en heilbrigðu fé. Helmingur afkvæma erfir áhættuarfgerð.
6 VRQ/VRQ Mjög mikil hætta á riðu. Hefur aðallega fundist í riðufé. Allir afkomendur erfa áhættuarfgerð.