Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 116
108
TÖLFRÆÐIGREINING GAGNA
Aðhvarfsgreining var notuð til að meta íylgni á milli hrognaþyngdar og eiginleikanna þyngdar
og kynþroska (meðaltöl innan systkinahópa). Kynþroskahlutfallið innan systkinahópa var um-
reiknað með fallinu arc sin (Bogyo og Becker, 1965). í systkinahópum sem engin fiskur var
kynþroska var í stað hlutfalls kynþroska fiska sett l/(4xn) (n er fjöldi hænga eða hrygna í
systkinahópnum). Fylgni hrognaþyngdar og kynþroska var í engu tilfelli marktæk. Meðal-
þyngd hafði í öllum mælingum marktæka fylgni við hrognaþyngd og því voru þyngdargögnin
leiðrétt fyrir hrognaþyngd, áður en frekari greining var gerð á þeim, með eftirfarandi formúlu:
aW=WxmW/cW
þar sem aW er leiðrétt þyngd, W er þyngd einstakra fiska, mW er meðalþyngd í viðkomandi
keri og cW er reiknuð þyngd út frá aðhvarfslíkingunni.
Arfgengi, erfða- og svipfarsfylgni voru metin á gögnum frá báðum eldiskerjum saman en
einnig var gerð sérstök greining fyrir hvort kyn. Þar eð síðasta vigtun var ekki gerð á sama
aldri í báðum kerjum, þ.e. við 30 mánaða aldur í keri 1 en 34 mánaða aldur í keri 2, þá er
aldurinn skrifaður 30/34 þegar gögnin frá báðum kerjurn eru gerð upp saman. Á gögnunum
var gerð fervikagreining með eftirfarandi reiknilíkani:
Yykin = m + X| + fy + Sk + D|(Sk) + TSjk + TDji(Sk) + eykin
þar sem Y|jkin er svipfar einstaklings n sem er af kyni i, úr lceri j, á föður k og rnóður 1; m er
meðaltal; X| eru kerfisbundin (fixed) áhrif kyns i (hængur, hrygna þegar bæði kyn voru með í
útreikningunum); Tj eru kerfisbundin áhrif kers j (tvö ker); Sk eru tilviljunarkennd (random)
áhrif foður k; D|(Sk) eru tilviljunarkennd áhrif móður 1 sem átti afkvæmi með föður k; TSjk eru
tilviljunarkennd víxláhrif kers j og föður k; TDji(Sk) eru tilviljunarkennd víxláhrif kers j og
móður 1 sem átti afkvæmi með föður k; eijkin er tilviljunarkenndur skekkjuliður. Tölffæðipaldci
frá SAS var notaður við fervikagreininguna.
Arfgengi voru metin með því að margfalda fervik feðra eða mæðra með 4 og deila með
heildarferviki.
Erfða- (Corra) og svipfarsfylgni (Corrp) var metin með eftirfarandi formúlum:
Corra(xy) = Samvika(xy)/(Fervika(x)Fervika(y))0,5
Corrp(xy) = Samvikp(xy)/(Fervikp(x)Fervikp(y))0'5
þar sem x og y standa fyrir eiginleikana sem er metin fylgni á milli, a fyrir samleggjandi
erfðaþátt og p fyrir svipfar. Samvik voru rnetin með eftirfarandi formúlum:
Samvika(xy) = (Fervika(x+y) - (Fervika(x)+Fervika(y)))/2
Samvikp(xy) = (Fervikp(x+y) - (Fervikp(x)+Fervikp(y)))/2
Kynþroski var skráður sem annað hvort eða eiginieiki. Fiskur sem var kynþroska féldk
tölugildið 1 en fiskur sem var geldur félck tölugildið 0. Arfgengi fyrir kynþroska voru um-
reiknuð samkvæmt Van Vleck (1972) á þeirri forsendu að bakgrunnur eiginleikans sé normal-
dreifður. Svipfarsfylgni milli annað hvort eða eiginleika og normal dreifðra eiginleika var
leiðrétt samkvæmt Olausson og Rönningen (1975).
Skeldcja á arfgengi var metin með formúlu Beckers (1984) og skeklcja á erfðafylgni með
formúlu Robertsons (1959).
NIÐURSTÖÐUR
Meðaltal affalla í systkinahópum á hrogna og kviðpokastigi að frumfóðrun var 24% (allt frá
1% og uppí 85% í systkinahópum). Aðallega urðu þessi afföll fyrir augnun lrrogna. Afföll í
frumfóðrun voru aðeins 3,2%.
Kynjalilutfallið á meðal fiskanna í rannsókninni var marktækt skekkt. Hlutfall hænga var
54,3% á móti 45,7% hrygna.