Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 229
221
rannsóknatækni, má þar nefna nýjar aðferðir við öflun sýna úr meltingarvegi. Verkefnið hefúr
tengst mörgum öðrum verkefnum og efni og niðurstöður þess verið notaðar í nokkur doktors-
verkefni.
FRAMHALD
Ljóst er að til þess að fá heildstætt fóðurmatskerfi, eins og stefnan var sett á i upphafí, þá þarf
að taka fyrir efnaskiptaþáttinn á sama hátt og þátt meltingar og uppsogunar næringarefna.
Þróun á fóðurmatskerfi er að minnsta kosti 10 ára verkefni. Þegar eru hafnar umræður um
framhald verkefnisins og verður haldinn fundur í febrúar 1999 þar sem væntanlega verða
gerðar áætlanir og lögð drög að umsóknum um fjárstuðning. Á sama tíma er rétt að gera sér
grein fyrir þróun mála annars staðar í heiminum. Eina líkanið eða kerfíð sem gerir tilraun til
að líkja eftir allri líkamsstarfsemi jórturdýrsins er „Molly“, kerfi þróað af R.L Baldwin við
Ríkisháskólann í Kalifomíu (Baldwin 1995). Það líkan er hins vegar fyrst og fremst hugsað
sem hjálpartæki til rannsókna og er ekki hentugt til almennra nota í núverandi mynd. Við
Cornell háskólann var þróað nettó kolvetna og prótein fóðurmatskerfi fyrir nautgripi (Russell
o.fl. 1992, Sniffen o.fl. 1992, Fox o.fl. 1992) sem hefur verið í notkun um tíu ára skeið í hluta
Bandarikjanna og einnig verið reynt á Italíu og í Norður-Svíþjóð. Þetta kerfi sameinar orku-
og próteinmat og imiiheldur marga þætti sem herma eftir starfsemi jórturdýrsins. Þá má nefna
líkön sem ná yfir hluta af starfsemi skepnunnar ekld ósvipað og Karoline gerir (Dijkstra 1993,
Sauvant o.fl. 1996). Mikil gróska er í líkanasmíð og ekki ólíklegt að fleiri hlutar að kerfum,
eða jafnvel heil kerfi, rnuni koma fram á næstu árum.
Hvernig sem framhaldið verður á þróun norræna fóðurmatskerfisins í heild sinni þá liggur
fyrir að korna niðurstöðum verkefnisins í gagnið. Líkanið Karoline mun nýtast sem rann-
sóknatæki til að greina hvaða upplýsingar vantar og hvar rannsókna er helst þörf á þeim
sviðum sent líkanið nær yfir. Þá er það kjörið kennslutæki í fóðurfræði jórturdýra. Einnig má
aðlaga það að einhverju leyti þeim fóðurmatskerfum sem við notum í dag til að styrkja innviði
þeirra. Þess má geta að AAT/PBV próteinlcerfið inniheldur einmitt líkingar sem segja má að
séu hermilíkingar af sama toga og þær sem notaðar eru í hermilíkaninu Karoline. Beinast
liggur við að leggja þann hluta Weende greiningarinnar, er lýtur að kolvetnum, hrátréni og
köfnunarefnisfríu extrakti, á hilluna og taka upp í staðinn efnagreiningar á sterkju, sykur-
efnum og hinum ýmsu þáttum frumuveggjar plantna. Síðan má nota Karoline til að reikna út
meltanlega- og breytiorku fyrir mjólkurfóðureiningakerfið. Á sama hátt má nota Karoline til
að reikna út meltanleg kolvetni, eða öllu betra meltanlegt lífrænt efni, fyrir próteinkerfið. Þau
fóðurmatskerfi sem nú eru í notkun munu verða það áfram um nokkra hríð og þau þarf að
styrkja og aðlaga eins og kostur er að íslenskum aðstæðum, þó unnið sé að framtíðarverk-
efnum á þessum vettvangi. Eins og er þá er AAT/PBV próteinkerfið notað á öllum Norður-
löndunum, þó í örlítið mismunandi útfærslum. Reglulegir fundir eru haldnir þar sem menn
bera saman bækur sinar urn þróun kerfisins. Þetta kemur vonandi í veg fyrir álíka ringulreið
og á sér stað varðandi orkumatskerfm fyrir jórturdýr . Þar er staðan á Norðurlöndunum sú að
hollenska mjólkurfóðureiningin er notuð á íslandi og í Noregi, endurbætt skandinavísk fóður-
eining í Danmörku, einfalt breytiorkukerfi í Svíþjóð og útgáfa af breska breytiorkukerfmu í
Finnlandi. Rökin fyrir því að hefja þróun á nýju fóðurmatskerfi voru m. a. þau að mörg orku-
matskerfi væru dragbítur á samræmingu vísindastarfs innan Norðurlandanna og virkuðu haml-
andi á viðskipti með fóðurvörur. Þar að auki nýttu þessi kerfi sér ekki nýjustu þekkingu fóður-
fræðinnar. Ef eitthvað er þá hefur staðan versnað og þeim mun meiri ástæða til að halda áfram
vinnunni við að þróa nýtt fóðurmatskerfi fyrir jórturdýr.