Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 30
22
AÐLAÐANDI BÚSETA OG FERÐAMÁL
Hvað varðar þarfir íbúanna mun þróunarsviðið einnig vinna að eflingu þátta, sem áhrif hafa á
búsetuval á landsbyggðinni. Markmiðið er að gera búsetu á landsbyggðinni aðlaðandi og nýta
staðbundna möguleika í því sambandi. Eins og ég nefndi hafa kröfur fólks til umhverfis og
lífsgæða aukist, og í samfélagi nútímans tengjast t.d. skipulag byggðar og umhverfismál í æ
auknum mæli og góð umgengni og gott umhverfi í bæjum og sveitum eru mikilvæg fyrir bú-
setu. Osnortin náttúra er ein af auðlindum landsbyggðarinnar og ber að nýta siíka þætti til
framdráttar búsetu og ferðamála. Meðal þeirra hugtaka sem rutt hafa sér til rúms erlendis er
vistvæn sjálfsþurftarbúseta, þar sem fólk getur ræktað eigin mat, alið nytjadýr o.þ.h. Víða
ættu að finnast slíkir möguleikar á landsbyggðinni og með bættum samgöngum ætti þetta að
geta laðað fleira fólk til búsetu á landsbyggðinni.
Auk þess hefur þróunarsviðið samstarf við ferðamálafulltrúa, en með bættum sam-
göngum ætti ferðamannastraumur að geta aukist víða um land, til dæmis á Vestur- og Norð-
vesturlandi með tilkomu Hvalíjarðargangaima. I Evrópu og Norður Ameríku eru að þróast ný
viðhorf í markaðssetningu fyrir ferðamenn. Markaðinum er einkum skipt í tvennt, annars
vegar atþreyingariðnað, Disneylönd, og hins vegar sögu og menningu. Gamlar borgir,
kastalar og sögustaðir eru fjölsótt af ferðamönnum, en til þess þarf markvissa markaðs-
setningu. Eg tel að við Islendingar eigum hér mikla ónotaða möguleika. Víkingar eru t.d. vin-
sælir erlendis og á tímurn nýaldar ættu álfarnir oldcar og tröllin að vekja athygli ferðamanna.
Við þurfum að merkja sögustaði, gera samræmd kort og lýsingar fyrir allt landið og markaðs-
setja erlendis. Að sjálfsögðu verðum við svo að fylgja þessu eftir þegar ferðamennirnir koma
til landsins.
Byggðaáætlanir verða unnar með svipuðum hætti og fyrr. Lögin kveða á um stefnumót-
andi áætlun í byggðamálum til ljögurra ára í senn og skal hún endurskoðuð á tveggja ára
fresti. 1 tillögunni skal koma fram stefna ríkisstjórnar í byggðamálum og tengsl hennar við al-
menna stefnu í efnahags- og atvinnumálum, svo og við áætlanir á sviði opinberrar þjónustu í
landinu. Auk þess vinnur þróunarsviðið svæðisbundnar byggðaáætlanir til fjögurra ára sam-
kvæmt ákvörðun stjórnar Byggðastofnunnar og í nánu samstarfi við sveitarstjórnir á við-
komandi svæði. Meira verður þó lagt upp úr framkvæmdaþætti áætlananna en áður, t.d. með
beinum verkefnasamningum.
AÐGERÐIR ANNARRA EVRÓPUÞJÓÐA
Fólksflutningar frá strjálbýlum svæðum eru reyndar elckert séríslenskt fyrirbæri. Sama þróun
á sér t.d. stað víða í Vestur Evrópu, s.s. í Frakklandi, Spáni, Portúgal og Ítalíu. Þótt byggða-
vandinn sé erfiðari hérlendis vegna strjálbýlis og smæðar byggðarlaganna getum við þó lært
ýmislegt af aðgerðum nágrannaþjóðanna. Mikilvægt er því að Ieita samvinnu við þær, einkum
innan ramma Norðurlandaráðs og Evrópusambandsins. Þótt ísland sé ekki aðili að Evrópu-
sambandinu er mikilvægt að fylgjast með aðgerðum þeirra í byggðamálum, og ísland getur
einnig tekið þátt í ýmsum verkefnum á sviði atvinnu-, skipulags- og umhverfísmála, m.a.
innan fimmtu rannsóknaráætlunar Evrópusambandsins. Ég mun því að lokum rekja lauslega
stefnu og aðgerðir Evrópusambandsins í byggðamálum.
Það er eitt af aðalverkefnum Evrópusambandsins að sporna við fólksfældcun á strjál-
býlum svæðum. Hlutverk svæðasjóða Evrópusambandsins er m.a. að stuðla að breyttum at-
vinnuháttum á svæðurn með úreltan iðnað, spoma gegn svæðisbundnu atvinnuleysi, efla
starfsmenntun á svæðum þar sem starfskunnátta íbúanna samsvarar eleki kröfum nútíma fyrir-
tækja og styrkja sérlega strjálbýl svæði. Evrópusambandið hefur horfið frá því að stýra staðar-
vali stórra fyrirtækja með beinum styrkjum til þeirra, en mikil áhersla er lögð á eigið framtak