Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 249
241
öflugt frumubundið ónæmissvar og veita þá takmarkaða vörn gegn innanfrumu-
sýkluin.
3. Hlutar eda afurðir örvera (próteín, fjölsyb-ungar). Þetta geta verið eiturefni (toxin)
sem bakteríur mynda og skilja út í umhverfið. Þau eru þá afeitruð á þann hátt að þau
haldi hæfni til að vekja mótefnasvar (toxoid). Af Qölsykrungum má nefna hjúp
lungnabólgusýkla. Þegar hlutar örvera (eða afurðir) eru notaðir til bólusetninga þarf
oft að tengja þá stærri sameindum eða nota hjálparefni (ónæmisglæða, adjuvants) til
að örva ónæmissvarið og oft þarf endurteknar bóiusetningar tii að ná viðunandi ár-
angri.
4. Bóluefni framleidd með erfðatœkni. Slík bóluefni geta verið lifandi, veikluð með að-
ferðum erfðatækninnar, t.d. með úrfellingum erfðaefnis eða endurröðun. Besta
dæmið um dautt hlutabóluefni er bóluefni gegn lifrarbólguveiru B. Þar hefur gen
yfirborðspróteíns veirunnar verið flutt inn í gersvepp þar sem próteínið er tjáð í
miklu rnagni og síðan hreinsað. Erfðaefni veirumiar er ekki í þessu bóluefni og því
engin hætta á sýkingu, en það getur valdið aukaverkunum í þeim sem hafa ofnæmi
gegn gersveppum.
5. DNA bóluefni (nýjung). A allra síðustu árum er farið reyna enn nýja tækni við bólu-
setningu. Hún felst í því að hlutar erfðaefnis (DNA) sýkilsins eru einangraðir og
settir inn í ferju (plasmíð), sem sprautað er í bóluefnisþegann. Þannig eru valin gen
ónæmisvakans tjáð í frumum hins bólusetta, sem myndar ónæmi gegn þeim. Ef slík
bóluefni reynast virlc gæti þetta orðið bylting í bóluefnisgerð, en slík bóluefni yrðu
einföld í framleiðslu, hefðu mikið geymsluþol og ættu að vekja gott ónæmissvar
gegn veirum og öðrum innanfrumusýklum án sýkingarhættu.
Bólusetningarleiðir. Bóluefni eru gefin eftir mismunandi leiðum oftast með innspýtingu í
húð, undir húð eða í vöðva. Fiskar hafa þá sérstöðu að þá má bólusetja með böðun. Lifandi,
veiklað mænusóttarbóluefni er gefið munnleiðis og veldur vægri en einkennalausri sýkingu.
Mikill áhugi er á bólusetningu á slímhúðir (t.d. með nefúða) til þess að virkja sérstaklega
ónæmiskerfi þeirra, en slímhúðarónæmi er talið skipta miklu máli til varnar þeim sýklum sem
eiga Ieið um slímhúðir imr í líkamann. Þetta á t.d. við um þær veirur sem valda eyðni í
mönnum og visnu og rnæði í sauðfé.
Ónœmisglœóar. Ýrnis hjálparefni (adjuvants) eru notuð til að aulca ónæmissvar gegn bólu-
efnum. Þau örva sækni ónæmisfrumna á bóluseningarstað og valda því að bóluefnið helst
lengur á staðnum en það stuðlar að kröftugra svari. Einnig stýra þessir ónæmisgiæðar því
hvort ónæmissvarið verður fyrst og frernst mótefnamyndun eða frumubundið ónæmi með T-
drápsfrumuvirkni. Margs lconar ónæmisglæðar eru notaðir. Meðal þeirra helstu má telja álsölt,
olíur, sýrufastar bakteríur, eða hluta þeirra, og ýmis efni sem minnka yfirborsðspennu
(surfactants), s.s. saponin. Ýmsir kröffugir ónæmisglæðar valda langvarandi bólguhnútum á
sprautustað og eru því elcki nothæfir í bóluefni ætluð mönnum. Garnaveikibóluefnið íslenska
er þessu marlci brennt og hentar því elcki til bólusetningar lamba sem slátra á að hausti.
Milclar framfarir í gerð bóluefna og bólusetningum hafa orðið á þeim 200 árum sem liðin
eru frá uppgötvun Jenners. Enn eru miklar vonir bundnar við það að takast megi að finna
nýjar og öflugar aðferðir við bólusetningar, enda hafa þær reynst einhverjar öruggustu og
ódýrustu leiðir til að verjast smitsjúkdómum rnanna og dýra.