Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 268
260
RRÐUNAUTfiFUNDUR 1999
Príon smitefnið
Ástríður Pálsdóttir
Tilraunastöð H.l. í meinafrœði að Keldum
(astripal@rhi.hi. is)
Eitt af undrum lælcnisfræðinnar eru príonsjúkdómar þar sem smitefnið er ekki veira eins og í
öðrum hæggengum smitsjúkdómum heldur smitandi prótein, príonprótein, sem veldur svo-
kölluðum príonsjúkdómum. Riða finnst í sauðfé og geitum, Creutzfeldt-Jacob sjúkdómur
(CJD) og kuru í mönnum, kúariða (BSE) í nautgripum svo dæmi séu tekin. Sameiginlegt með
öllum þessum sjúkdómum er uppsöfnun á príonpróteini, sem veldur hrömunarsjúkdómi í
heila. Þegar þessu príonpróteini var svo sprautað í apa var sýnt fram á að það er smitandi. Þar
að auki eru til arfgeng afbrigði príonsjúkdóma í fólki. Nýlega hafa þessir sjúkdómar fengið
enn meiri athygli vegna kúariðu (mad cow disease) sem mögulega hefur borist í menn með
í'æðu.
SÖGULEG YFIRLIT
Riða í sauðfé er fyrsti príonsjúkdómurinn sem lýst var, en það var fyrir meira en tvö hundruð
árum. Árið 1936 var sýnt fram á að sjúkdómurinn var smitandi. Riðu var lýst sem hæg-
gengum veirusjúkdómi af Birni Sigurðssyni árið 1954 og árið 1959 benti William Hadlow á
að kuru meðal frumbyggja Papua New Guinea líktist riðu í sauðfé. Á sama tíma urðu ljós
tengslin milli kuru og CJD. Lengi vel var álitið að sjúkdómurinn væri hæggeng veira enda
lýsir sjúkdómurinn sér á margan hátt líkt og svo væri.
Frekari rannsóknir í kringum 1966 sýndu að smitefnið hélt smithæfni sinni þrátt fyrir
meðhöndlanir með útfjólublárri og jónandi geislun, formalíni og háum hita. Sú staðreynd að
ekki var hægt að sýna fram á kjarnasýru (DNA eða RNA) í smitefninu og að það þoldi ýmsa
þá meðferð sem myndi eyða kjamsýrum, t.d. DNA og RNA kljúfandi ensím, benti til að hér
var um að ræða mjög óvanalegt smitefni, s.s. smitandi prótein. Það var Stanley Prusiner í
Kaliforníu sem tók við og hreinsaði smitefnið og rannsakaði frekar. Hann setti fram kenningu
árið 1982 á þá leið að smitefnið væri eingöngu prótein og innihéldi ekki kjarnsýmr. Þetta
þóttu undarlegar kenningar og fáir trúðu honum. Hann gaf smitefninu nafn, prion, sem átti að
undirstrika að efnið var prótein og einnig smitandi (proteinaceous og infectious). Þegar tókst
að hreinsa og skilgreina hvaða prótein var um að ræða með amínósýruraðgreiningu kom í ljós
að þetta var nýtt prótein. Undrun vísindamanna var milcil þegar í ljós kom að í spendýrum og
mönnum var gen sem skráði fyrir slíku próteini. Frekari rannsóknir á byggingu próteinsins
sýndi fram á að eðlilega próteinið (kallað PrPc; c=cell), sem fmnst í flestum vefjum líkamans,
hefur aðra uppbyggingu en smitefnið (kallað PrPsc; sc=scrapie). Hægt er brjóta eðlilega
próteinið niður með próteinkljúfandi ensímum, en hið óeðlilega er ekki nema að litlu leyti
klofið niður. Prusiner bætti seinna við kemiingar sínar útskýringar á því hvernig smit á sér
stað innan líkamans. Hann hélt því fram að við smit bindist hið óeðlilega prótein (PrPsc) við
það eðlilega (PrPc) og umbreyti því í sína mynd og virki þá sem nokkurs konar mót og svo
koll af kolli. Þannig má segja að hinn sýkti framleiði sitt eigið smit úr sínu PrP°. Seinna kom í
ljós að í fólki með CJD eru stökkbreytingar í PrP geninu í u.þ.b. 15% tilfella, sem sýna fylgni