Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 53
45
RflÐUNRUTflFUNDUR 1999
Landbúnaðarráðgjöf- markmið, skipulag og áherslur
Sigurgeir Þorgeirsson
Bœndasamtökum íslands
MARKMIÐ
Með setningu búnaðarlaga nr. 70/1998 var settur nýr lagarammi um faglegan og fjárhagslegan
stuðning við landbúnaðinn á sviði jarðabóta, búfjárræktar, leiðbeininga og þróunarverkefna. í
2. grein laganna segir að markmið þeirra sé „að stuðla að framförum í íslenskri búvörufram-
leiðslu og auka samkeppnishæfni landbúnaðaru. Jafnframt, að ijárframlög ríkisins skuli stuðla
að „þróun nýrra framleiðsluhátta og nýrra greina innan landbúnaðarins og í tengslum við hann
og miðist við að bændur hér á landi hafi ekki lakari starfsskilyrði en almennt gerist í ná-
grannalöndunum“.
Markmið og hlutverk leiðbeiningaþjónustunnar eru þannig skilgreind í 17. grein laganna:
Markmið leiðbeiningarþjónustu samkvæmt lögum þessum er að miðla upplýsingum til
bænda og stuðla með því að bættum búskaparháttum og framförum í búskap, til hags-
bóta og bættra lífskjara fyrir bændur og neytendur búvara. Hún skal á hverjum tíma afla
og rniðla bestu þekkingu og reynslu um alla þætti búrekstrar sem bændur leggja stund á,
eftir því sem við verður komið.
Hlutverk leiðbeiningarþjónustunnar er að:
1) miðla líffræðilegri, tæknilegri og hagfræðilegri þekldngu til allra búgreina,
2) þróa hagfræðileg og búfræðileg hjálpartæki fyrir leiðbeiningarstarfsemi og fyrir eins-
taka bændur, svo sem með gerð hentugra tölvuforrita,
3) kynna fyrir þeim sem starfa að landbúnaði stefnumörkun stjómvalda í málefnum
landbúnaðarins og á öðrum sviðum er hann snerta, svo sem í landvemdar- og um-
hverfismálum,
4) vera stjórnvöldum til aðstoðar við framkvæmd löggjafar eftir því sem við getur átt og
um semst milli aðila,
5) stuðla bæði faglega og félagslega að þróun nýrra búgreina og fylgjast með árangri
frumherja á því sviði,
6) stuðla að sjálfbærri þróun við nýtingu auðlinda,
7) viima að eflingu búrekstrar í sveitum.
Leiðbeiningarþjónustan skal stuðla að því, eftir því sem hún hefur tök á, að búskapur
þróist í samræmi við þá stefnu sem mörkuð er með samningum samtalca bænda við
ríkisvaldið.
I stuttu rnáli sagt er ráðunautaþjónustu landbúnaðarins fyrst og fremst ætlað að efla fag-
kunnáttu bænda á öllum sviðum búrekstrar, þróa fyrir þá hagnýt hjálpartæki og þjálfa við
notlcun þeirra til að styrkja búreksturinn og bæta samkeppnishæfni búvöruframleiðslunnar.
Þótt ýmis viðfangsefni, er varða félagslega aðstöðu og búsetuskilyrði í sveitum, séu bæði
þörf og áhugaverð mega ráðunautar aldrei missa sjónar á þessum meginmarkmiðum.
SKIPULAG OG UPPBYGGING
Búnaðarlögin kveða á um tvískiptingu leiðbeiningaþjónustunnar með hliðstæðum hætti og nú
er; annars vegar starfi landsráðunautar á vegum BÍ en hins vegar héraðsráðunautar hjá
búnaðarsamböndum eða leiðbeiningamiðstöðvum á þeirra vegum.