Ráðunautafundur - 15.02.1999, Blaðsíða 81
73
• Verð á áburði og skeijasandi er samkvæmt gildandi verðskrá Áburðarverksmiðju
ríkisins í apríl 1998. Miðað er við Græði la; 430 kg/ha, sem gefa 51,6 kg N, 35 kg P
og 67 kg K á hvern ha. Miðað er við fræ af afbrigðinu Filippa og er verð samkvæmt
gildandi verðskrá Mjólkurfélags Reykjavíkur í apríl 1998.
• Álag (100%) er reiknað á virkan vinnutíma sem ætlað er vegna þess tíma sem tekur
að tengja og stilla vélar og vegna ferða.
1. tafla. Kostnaöur við jarðvinnslu og sáningu.
Dráttarvéla- og vélakostnaður Verð á ein., kr Einingar Kr/ha
Olíukostnaður dráttarvéla 22,80 34,47 Itr 786
Annar breytilegur kostnaður dráttarvéla, kr/klst 1.004,00 5,22 kist 5.241
Breytilegur kostnaður véla, kr/klst 110,00 5,22 klst 574
Hlutdeild í fostum kostnaöi véla og dráttarvéla 826,00 1 ha 826
Vinnulaun, kr/klst 568,00 10,4 klst 5.953
Vélakostnaður samtals - - 13.379
Áburður og fræ Verð á ein., kr Samtals kg kr/ha
Harpaður skeljasandur, kg/haa) 0,82 450 369
Sáðkorn, kg/ha (Filippa) 48,00 200 9.600
Áburður [Græðir la], kg/ha 26,52 430 11.404
Flutningur á skeljasandi, sáðkomi og áburði, kr/kg 2,50 1.080 2.700
Áburður og fræ samtals - - 24.073
Jarðvinnsla og sáning samtals 37.452
a) Gert er ráð fyrir u.þ.b. 10 ára ræktunarferli í kornakri. Talið er að 3 tonn þurfi á ha á þeim
tima, nema ef jarðvegur er rnjög súr þá þurfi að kalka tvisvar sinnum. Hér er farin millileið
(4,5 tonn) og kostnaði vegna skeljasands jafnað niður á ræktunartímabilið.
Kornskurdur og þresking
Segja má að verkun korns hefjist með kornskurðinum. Hérlendis er algengast að kornbændur
sái í tiltölulega fáa hektara lands sem ekki standa undir fjárfestingu í þreskivél. Algengast er
því að þreskivélar séu keyptar í hlutafélagi eða þresking sé keypt af verktaka. Könnuð var
verðlagning slíkrar þjónustu í mai 1998 og reyndist hún vera á bilinu 3.500-4.300 kr/klst. í
þessari skýrslu er reiknað með að meðalkostnaður vegna þreskingar sé 4.000 kr/ha. Miðað við
komskurðarvél með vinnslubreiddina 2,7 metrar tekur um 2,0 klst. að slá og þreskja kom af
einum hektara.
Votverkun
Algengast er að bændur votverki kornið, enda hefur það verið talin ódýr verkunaraðferð. Hún
hefur hins vegar þann galla að gæði komsins geta verið mismunandi og að meiri hætta er á
skemmdum ef verkun er slök og ef mýs ná að naga göt á umbúðir. Dæmi eru um töluverðar
skemmdir af þessum sökum hjá bændum. Með hliðsjón af þeirri reynslu var ákveðið að taka
tillit til rýmunar sem algengt er að fylgi þessari verkunaraðferð og eru afföll vegna þessa
áætluð 5% að meðaltali. Miðað er við verkun í stórseldcjum sem fóðraðir em að innan með
plasti. Endingartími sekkjanna er áætlaður 3 ár, en plastið verður að endumýja árlega. Véla-
vinna er reiknuð sem hlutdeild í dráttarvélakostnaði meðalkúabús í búreikningum, þ.e. breyti-
legur kostnaður og olía. Miðað er við að kornið sé valsað fyrir einn dag í senn, orkunotkun á
valsi sé um 8 kWh/t og að valsinn afkasti um 500 kg/klst.